Samtökin 78

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

Fræðsla

FræðslaSamtökin '78 bjóða upp á fræðslu fyrir grunn- og framhaldsskóla auk
fræðslu fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og atvinnulífs.

Ráðgjöf

RáðgjöfHægt er að panta tíma hjá félagsráðgjafa í síma 552 7878. Viðtal við félagsráðgjafa stendur öllum til boða og er þjónustan ókeypis.

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöð og bókasafn

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga kl. 13:00-17:00.

Einnig opið öll fimmtudags-
kvöld kl. 20:00–22:00.

Hinsegin félag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu stofnað

Í dag bárust þær frábæru fréttir að Hinseginfélag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu hefði verið formlega stofnað. Stutt er síðan fræðslustýran okkar, Ugla Stefanía, fór austur á land og hitti frábæran hóp nemenda og kennara á öllum aldri, bæði í grunnskólanum og framhaldsskólanum. Undirtektirnar voru frábærar og umræðurnar líflegar og fræðandi. Þetta innlegg í umræður undanfarins sólarhrings er því afskaplega gleðilegt og sannar fyrir okkur að fræðslan lifir áfram meðal þeirra sem á hlýða. Við óskum FAS innilega til hamingju með nýtt félag í flóru þeirra skóla.

 

„Búum bara til bókasafn og höfum það fyrir almenning!“

 

boko
Ávarp í Þjóðarbókhlöðu á Alþjóðadegi tvíkynhneigðra, þann 23. september 2014, þegar Samtökin ´78 færðu námi í kynjafræði við Háskóla Íslands 1200 fræðibækur að gjöf úr safni sínu til varðveislu á Landsbókasafni – Háskólabókasafni.

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, landsbókavörður og starfsmenn Landsbókasafns – Háskólabókasafns – góðir gestir.

Árið 1987 fluttu Samtökin ´78 í litla félagsmiðstöð sem síðan átti eftir að duga félaginu í tólf ár. Á ofurlitlu timburhúsi á Lindargötu 49, sem nú er horfið fyrir voldugum íbúðaturnum, byggðum við upp nýjan veruleika í sögu lesbía, homma og annars hinsegin fólks og seildumst lengra í baráttu okkar fyrir mannvirðingunni. Á efri hæð hússins var um það bil tólf fermetra herbergi sem við vissum ekki hvernig við ættum að nýta þegar við fluttum inn. Þá segir einhver upp úr kaffibollanum: „Búum bara til bókasafn og höfum það fyrir almenning!“ Það var upphafið að safni Samtakanna ´78. Málið þokaðist svo á áþreifanlegra stig þegar við Böðvar Björnsson og Rúnar Lund seildumst upp í okkar eigin hillur og bárum nokkrar bækur niður á Lindargötu 49. Þessar gjafir fylltu þá rétt tæplega tvær bókahillur og þar sem við Böðvar stóðum fyrir framan þær, horfðumst við í augu og ég sagði: „Bókasafn Samtakanna ´78 er stofnað.“ „Gott, þá segjum við það!“ sagði Böðvar. Formlegri og lýðræðislegri var stofndagurinn ekki. Þetta var 1. maí 1987.

Nánar...
 

Heildarframlög til hinsegin mála kosta minna en einn skitinn ráðherrajeppi

 

140514-hilmar-7Það má með sanni segja að aðalfundur Samtakanna '78 hafi vakið nokkra athygli. Kannski engin furða. Það voru nefnilega tvö stór mál sem stóðu upp úr frá fundinum. Annars vegar það að félagar samtakanna skyldu sýna þá víðsýni, framsýni og hugrekki að stækka enn hinsegin regnhlífina og bjóða fleiri hópum formlega í hópinn. Hins vegar að velta Samtakanna '78 og opinber framlög til þeirra séu jafn hlægilega lítil og raun ber vitni.

Jeppinn hans Gunnars Braga dýrari

Seinna atriðið er auðvitað sérstaklega stingandi í ljósi þess mikla starfs sem fer fram á vettvangi samtakanna og þeirrar staðreyndar að hið opinbera er nánast ekki að setja krónu í málefni hinsegin fólks fyrir utan það smotterí sem rennur til samtakanna. Stjórn samtakanna hefur líka rekið sig á það undanfarið ár að í samanburði við opinberar fjárveitingar til annarra félaga og hópa eru fjárveitingar til félagsins, og hinsegin mála almennt, alger brandari. Sett í samhengi við aðra hluti verður þetta nánast grátlegt. Samtökin ´78 fengu greitt u.þ.b. 8,5 milljónir króna frá ríki og borg á síðasta ári. Það er töluvert minna fé en þótti rétt að setja í nýjan jeppa fyrir Gunnar Braga utanríkisráðherra síðast þegar var endurnýjað. Og hans jeppi var nú samt með þeim ódýrari. 

Nánar...
 

Aðalfundur Samtakanna '78: Hinsegin regnhlífin stækkar, stjórnvöld verða að sýna ábyrgð

 

ny stjorn

Nýkjörin stjórn Samtakanna ´78. Frá vinstri: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður, Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, alþjóðafulltrúi, Kitty Anderson meðstjórnandi, Steinu Dögg Vigfúsdóttir, gjaldkeri, María Rut Kristinsdóttir varaformaður, Jósef S. Gunnarsson, ritari. Á myndina vantar Matthew Deaves, meðstjórnanda. (Mynd: Frosti Jónsson. Fleiri myndir og fréttir: Gayice.is)

Samtökin '78 héldu aðalfund sinn í gær í G&T salnum á Kex Hosteli. Á fundinn mættu 35 félagar og þurfti því 23 atkvæði til að samþykkja lagabreytingar. Fundargerð fundarins, ársskýrslu og reikninga má sjá hér.

Hilmar endurkjörinn formaður og mikil endurnýjun í stjórn og trúnaðarráði

Nánar...
 

Fundargerð aðalfundar 2015 ásamt ársskýrslu og -reikningi

 

Hér að neðan má finna fundargerð aðalfundar Samtakanna '78 2015, ársskýrslu og ársreikning fyrir árið 2014, sem og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015:

Fundargerð aðalfundar 2015

Starfsskýrsla 2014-2015

Ársreikningur 2014

Fjárhagsáætlun 2015

 

Fréttabréf

Skráðu þig fyrir fréttabréfi Samtakanna '78

:

Fornafn:

Eftirnafn:

wow logo


Sérkjör til félaga

Hamborgarabúllan

15% afsláttur

Næst á döfinni

Sun apr 19, 2015 @19:30
Ungliðahópurinn
Sun apr 26, 2015 @19:30
Ungliðahópurinn
Sun maí 03, 2015 @19:30
Ungliðahópurinn
Sun maí 10, 2015 @19:30
Ungliðahópurinn
Sun maí 17, 2015 @19:30
Ungliðahópurinn
Sun maí 24, 2015 @19:30
Ungliðahópurinn

Viðburðadagatal

April 2015
M T W T F S S
30 31 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 1 2 3

telefon dinleme sistemi telefon dinleme yazılımı telefon dinleme programı telefon dinleme cihazı