Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn í Þjóðleikhúshúskjallaranum þann 11. september kl. 12. Húsið opnar kl. 11.
Dagskrá er sem hér segir. 

1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og alþjóðafulltrúa.
8. Kjör tveggja meðstjórnenda
9. Kjör tíu félaga í trúnaðarráð
10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
11. Önnur mál, þ. á m. atkvæðagreiðsla um hagsmunaaðild félaganna HIN - Hinsegin Norðurlands og BDSM á Íslandi. 

Fundarboð hefur verið sent í pósti á skráða félaga sem borgað hafa ársgjöld fyrir árið 2016. 

 

|

Lára V. Júlíusdóttir hrl. hefur yfirfarið umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að ósk stjórnar og Velunnara Samtakanna '78 og komist að þeirri niðurstöðu að stjórn sé skylt skv. lögum félagsins að leggja umsóknina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu. HIN - Hinsegin Norðurland uppfyllir öll sömu skilyrði og BDSM á Íslandi fyrir atkvæðagreiðslu um aðild, og verða því báðar umsóknir bornar undir atkvæði á aðalfundi þann 11. september nk. Álit Láru má lesa í heild sinni hér

|

Við erum glöð að segja frá því að í vikunni hófst fræðsla okkar fyrir alla kennara í Hafnarfjarðarbæ. Hún fer fram samkvæmt samningi okkar við bæinn sem vakti nokkra athygli á síðasta ári. Kennararnir munu fá 3x2 tíma vinnustofu og nú í vikunni voru haldnar fjórar slíkar vinnustofur. Það er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fræðslustýra Samtakanna ´78 sem sér um fræðsluna fyrir okkar hönd. Að lokinni hverri vinnustofu eru kennararnir beðnir um að meta nafnlaust hversu gagnleg þeim þótti fræðslan. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja er meðal kennara og yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur fræðsluna mjög gagnlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Þá höfðu kennararnir einnig þetta að segja um fræðsluna í nafnlausum athugasemdum: 

Flott fræðsla á mannamáli. Takk fyrir mig.

Gott að fá umræðuna.

Gott framtak sem vekur mann til umhugsunar.

Frábært að fá fræðsluna og full þörf á að opna umræðu.

Frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ. Nauðsynleg fræðsla fyrir kennara og starfsmenn skóla.

 

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs! 

|

Samtökunum '78 hafa borist tvær umsóknir um hagsmunaaðild að félaginu í aðdraganda aðalfundar 11. september 2016.

|

Meira ...

Samtökin ´78 óska eftir sjálfboðaliðum til að starfa með ungliðum sínum. Ungliðarnir eru á aldrinum 13-17 ára og hittast öll þriðjudagskvöld í félagsmiðstöð sem Samtökin ´78 reka í samvinnu við frístundamiðstöð miðborgar, Hlíða og vesturbæjar.

Hefur þú þessa eiginleika?

Drífandi og hress
Hefur mikla færni í mannlegum samskiptum
Hefur áhuga á að vinna með unglingum
Ert að lágmarki 23 ára
Getur byrjað sem fyrst og skuldbundið þig til að vinna að minnsta kosti þriðja hvert þriðjudagskvöld í vetur
Hefur reynslu af starfi með unglingum (kostur en ekki skilyrði)
Ert hinsegin (kostur en ekki skilyrði). Hinsegin sjálfboðaliðar eru mikilvæg fyrirmynd fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref sem hinsegin.


Ef þú uppfyllir þessi skilyrði þá þætti okkur gaman að heyra frá þér. Hjá Samtökunum ´78 starfa um 40 sjálfboðaliðar. Sjálfboðið starf hjá okkur er kjörið tækifæri til að öðlast reynslu af hinsegin málefnum, félagsstarfi og kynnast skemmtilegu fólki!

Umsóknir með upplýsingar um þá reynslu og hæfileika sem koma að gagni í starfinu skulu sendar á skrifstofa@samtokin 78.is fyrir 16. ágúst næstkomandi.

 

|

Við hvetjum öll 13-17 ára ungmenni til að kíkja til okkar á Suðurgötu 3 á þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Kósý andrúmsloft, fullur trúnaður og vel tekið á móti öllum. Þú þarft ekki að vera viss um að þú sért hinsegin eða vera búin að segja öllum frá til að mega mæta :)

Spjall, popp, föndur, fræðsla og almennt hangs í góðum félagsskap í boði. Aðgangur er fullkomlega ókeypis. 

 

 

 

|

 

Eins og tilkynnt hefur verið verður aðalfundur Samtakanna '78 fyrir starfsárið 2016-17 haldinn 11. september næstkomandi. Staður og stund verða nánar auglýst fljótlega. Rétt til fundarsetu hafa allir skráðir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld ársins 2016. Hægt er að skrá sig sem félaga hér.

Minnt er á að lagabreytingartillögur skulu berast eigi síðar en 11. ágúst nk. og að mælst er til þess að umsóknir um hagsmunaaðild að félaginu berist á sama tíma. Hvort tveggja má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Að þessu tilefni kallar kjörnefnd Samtakanna '78 eftir framboðum til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga, auk ábendinga um áhugasama frambjóðendur. Frambjóðendur vinsamlega sendi framboð þar sem tilgreint er hvaða embætti frambjóðandi sækist eftir og eftirfarandi spurningum svarað:

1. Spurningar fyrir alla frambjóðendur

1.1 Nafn og aldur
1.2 Menntun og starf
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna '78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna '78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

3. Spurningar fyrir frambjóðendur í trúnaðarráð

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

 

Samkvæmt grein 3.3 í lögum Samtakanna ‘78 getur frambjóðandi tilgreint varaframboð sem tekur gildi nái viðkomandi ekki kjöri í tilsett embætti. Framboð (og varaframboð sé þess óskað) skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 28. ágúst.

Í kjörnefnd sitja:

• Gunnlaugur Bragi Björnsson
• Svanhvít Sif Björnsdóttir
• Tótla I. Sæmundsdóttir

Nánari upplýsingar um störf stjórnar og trúnaðarráðs má finna í lögum Samtakanna ’78. Einnig má hafa samband við kjörnefnd á ofangreindu netfangi. Verklagsreglur kjörnefndar um framkvæmd kosninganna má nálgast hér.

 

|

Eftir sáttaviðræður undir handleiðslu Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar, sáttamiðlara, hafa stjórn Samtakanna ’78 og Velunnarar Samtakanna ’78 komist að samkomulagi um að boðað verði á ný til aðalfundar ársins 2016.

|

Meira ...

Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.

|

Meira ...

Þann 18. maí síðastliðinn barst stjórn Samtakanna ‘78 tilkynning, lögfræðiálit og áskorun um afsögn og boðun nýs aðalfundar frá Velunnurum Samtakanna ‘78. Stjórnin hefur nú boðið öllum þeim er undirrituðu þá áskorun til samtalsfundar um stöðu Samtakanna '78 mánudagskvöldið 13. júní kl. 20 (staðsetning tilkynnt síðar). Á fundinum mun stjórn gera grein fyrir sinni afstöðu í málinu og leita eftir samtali við nú- og fyrrverandi félaga um framhaldið. Fundurinn er öllum opinn er láta sig framtíð félagsins varða.

|

Meira ...

Þann 18. maí síðastliðinn var haldinn félagsfundur með það að markmiði að ræða saman um stefnu félgsins og daglegt starf þess. Hér má sjá fundargerð fundarins: 

|

Meira ...

Fræðsla frá Samtökunum ´78 hefur aldrei verið eftirsóttari. Því auglýsum við nú eftir fræðslufulltrúa til að halda utan um sívaxandi fræðslustarfsemi okkar. Um hlutastarf er að ræða fram til 1. desember nk. (40%) með möguleika á framlengingu og auknu starfshlutfalli síðar. 

 

|

Meira ...

Ísland uppfyllir 59% skilyrða Regnbogakortsins

Í dag opinberuðu Evrópusamtökin ILGA-Europe Regnbogakort Evrópu 2016
​​Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu. Ísland uppfyllir 59% af þeim atriðum sem sett eru fram og er í fjórtánda sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland.

 

|

Meira ...

Við erum glöð að kynna eftirfarandi framboð til lagabreytinganefndar Samtakanna '78. Nefndarinnar bíður það afar mikilvæga verkefni að hefja víðtækt samráðsferli með heildarendurskoðun laga Samtakanna ’78 að markmiði. Sérstaklega verður skoðuð fyrsta grein laganna, er snýr að markmiðum samtakanna. Hér er um brautryðjenda starf að ræða sem getur haft áhrif á hinsegin baráttu hérlendis um ókomna tíð. Kosið verður í nefndina á félagsfundi 18. maí kl. 19.30 í Tin Can Factory Borgartúni 1. 

 

|

Meira ...

Stjórn Samtakanna ‘78 boðar til félagsfundar þann 18. maí næstkomandi kl. 19.30 í Tin Can Factory, Borgartúni 1.

|

Meira ...


Stjórn hefur móttekið minnisblað frá Hverjum röndóttum - áhugahópi um framtíð Samtakanna ’78 en undir minnisblaðið rita átta félagar í samtökunum. Í minnisblaðinu er þess meðal annars krafist að núverandi stjórn Samtakanna ´78 víki fyrir þeirri stjórn sem kjörin var árið 2015 og að sú stjórn boði til nýs aðalfundar sem fyrst. Stjórn sér sér ekki fært að verða við þeim áskorunum og telur þá leið ekki vænlega til að lægja öldur og byggja upp starf félagsins. Svar stjórnar má sjá í heild sinni hér.

|

Meira ...

Þær hörmulegu fréttir bárust frá Bangladess á dögunum að tveir baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks, Xulhaz Mannan og Tanay Mojumdar, hafi verið myrtir í fólskulegri árás. Xulhaz Mannan var stofnandi og ritstjóri eina hinsegin tímarits Bangladess, Roopbaan, og einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir réttindum alls hinsegin fólks í heimalandi sínu. Tanay Mojumdar var einnig virkur aktivisti og kaus að leyna ekki samkynhneigð sinni þrátt fyrir að hún bryti í bága við lög og samfélagsvenjur Bangladess. Báðir kusu þeir að dvelja í heimalandinu þrátt fyrir óvissuna um öryggi sitt og berjast þar fyrir réttlátara samfélagi. Með láti þeirra er skarð hoggið í hinsegin samfélagið í Bangladess og um heim allan.

|

Meira ...

Síða 1 af 83