Þær hörmulegu fréttir bárust frá Bangladess á dögunum að tveir baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks, Xulhaz Mannan og Tanay Mojumdar, hafi verið myrtir í fólskulegri árás. Xulhaz Mannan var stofnandi og ritstjóri eina hinsegin tímarits Bangladess, Roopbaan, og einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir réttindum alls hinsegin fólks í heimalandi sínu. Tanay Mojumdar var einnig virkur aktivisti og kaus að leyna ekki samkynhneigð sinni þrátt fyrir að hún bryti í bága við lög og samfélagsvenjur Bangladess. Báðir kusu þeir að dvelja í heimalandinu þrátt fyrir óvissuna um öryggi sitt og berjast þar fyrir réttlátara samfélagi. Með láti þeirra er skarð hoggið í hinsegin samfélagið í Bangladess og um heim allan.

|

Meira ...

Samtökin ´78 sendu í dag frá sér umsögn vegna tillögu af vefnum Betri Reykjavík um að komið verði upp kynhlutlausum salernum og búningsaðstöðu á opinberum stöðum Reykjavíkurborgar. Við fögnum þeirri tillögu heilshugar eins og sjá má á meðfylgjandi umsögn. 

|

Meira ...


Niðurstaða félagsfundar Samtakanna’78 laugardaginn 9. apríl 2016

Laugardaginn 9. apríl 2016 var haldinn félagsfundur í Samtökunum ‘78. Ítarlegrar fundargerðar er að vænta. Á fundinum var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þann ágreining sem upp kom í kjölfar aðalfundar sem haldinn var laugardaginn 5. mars sl. Ágreiningurinn lýtur m.a. að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.

|

Meira ...

Samtökin ´78 héldu umræðufund þann 10. mars 2016 þar sem rædd voru annarsvegar sú staða sem kom upp í kjölfar véfengingar á lögmæti aðalfundar sem haldinn var þann 5. mars og hinsvegar aðildarumsókn BDSM á Íslandi. 

Fundurinn var fjölsóttur og fór vel fram. Við hvetjum öll þau sem ekki komust á fundinn til að kynna sér efni hans í þessari fundargerð. 

 
|

Stjórn Samtakanna ´78 sem kosin var á aðalfundi 2015, með þeim síðari breytingum sem á henni urðu starfsárið 2015-16, boðar hér með til félagsfundar þann 9. apríl nk. kl. 14:00 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 13:30. Er þetta gert í ljósi þess að aðalfundur sem fram fór þann 5. mars sl. hefur verið véfengdur á grundvelli ólögmætrar boðunar.

|

Meira ...

Nýkjörin stjórn blæs til opins fundar þar sem boðið verður upp á samtal um komandi starfsár félagsins fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum Túngötu 14. Meðal annars viljum við gjarnan ræða um nýtilkomna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 sem og hvað eina annað sem kann að brenna á fólki. Athugið að ekki er um formlegan félagsfund að ræða og fundurinn því opinn öllu áhugasömu fólki.
Heitt á könnunni og aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Hlökkum til að sjá ykkur.  

|

Yfirlýsing frá nýkjörinni stjórn Samtakanna ´78

Í kjölfar aðalfundar Samtakanna ‘78 laugardaginn 5. mars sl. og þeirrar miklu umræðu sem verið hefur síðan þá, og snýr aðallega að þeirri staðreynd að aðalfundur félagsins ákvað veita BDSM á Íslandi hagsmunaaðild að félaginu, vill nýkjörin stjórn félagsins upplýsa um gang mála, útskýra hvernig málin horfa við henni og koma nokkrum staðreyndum í málinu á hreint. Nýkjörin stjórn hefur enn ekki náð að hittast á sínum fyrsta stjórnarfundi og biðlar til félagsfólk og annarra um að veita henni örlítið svigrúm til að bregðast frekar við málinu en gert er í þessari yfirlýsingu.

|

Meira ...

Ný stjórn Samtakanna '78 var valin á aðalfundi félagsins í gær, laugardaginn 5. mars 2015. Þá var kosið í trúnaðarráð, um félagslega skoðunarmenn reikninga og um hagsmunaaðild tveggja félaga, HIN - Hinsegin Norðurland og BDSM á Íslandi. Hagsmunaaðild beggja félaga var samþykkt en aðild BDSM Ísland hefur reynst umdeild. Nýkjörin stjórn vinnur nú að yfirlýsingu varðandi þetta mál og er hennar að vænta í fyrramálið, mánudaginn 7. mars 2016, ásamt fundargerð aðalfundar. 

Eftirfarandi skipa stjórn félagsins starfsárið 2016-17:

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram í gær, laugardaginn 5. mars 2016, og gekk framkvæmd kosninga vel. Við frekari úrvinnslu komu þó í ljós mistök sem gerð voru við tilkynningu úrslita og eru þau tilgreind hér:

|

Meira ...

Á aðalfundi Samtakanna ’78 laugardaginn 5. mars kl 14 verður m.a. gengið til atkvæða um fulltrúa í stjórn félagsins á komandi ári, fulltrúa í trúnaðarráð og um hagsmunaaðild tveggja félaga.

|

Meira ...

Samtökin ‘78 fordæma harðlega meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þ.m.t. synjun á hælisumsóknum Martin Omulu og Ámír Shókrgózár og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. Fjallað var um mál þeirra í kvöldfréttum RÚV í gær, þann 16. febrúar 2016.

|

Meira ...

Við erum stolt að geta sagt frá því að í morgun, 11. desember 2015 var undirritaður samstarfssamningur Samtakanna við Hafnarfjarðarbæ. Hér á eftir fer sameiginleg yfirlýsing bæsins og samtakanna vegna málsins:

|

Meira ...

Samtökin ‘78 fordæma harðlega það regluverk sem leyfir viðlíka aðgerðir og áttu sér stað í nótt þegar hópur hælisleitenda var sendur úr landi í skjóli nætur.

|

Meira ...

Salurinn í húsnæði okkar að Suðurgötu 3, 101 Reykjavík er sérlega hentugur til fundar- og veisluhalda. Við leigjum hann út til slíks brúks. Um er að ræða u.þ.b. 90 fm. bjartan sal á jarðhæð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Salnum fylgja 60 stólar, skjávarpi, hátalari og 20 borð. Salurinn er allur nýuppgerður með nýju gólfefni, ljósum, salernisaðstöðu og eldhúsi. Hann er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun.

|

Meira ...

Þann 3. ágúst síðastliðinn efndu Samtökin ‘78 til nýyrðasamkeppni undir yfirskriftinni Hýryrði. Hugmyndin var að gefa almenningi tækifæri til þáttöku í íslenskun á hinsegin orðaforða. Lýst var eftir tillögum að sextán orðum í fjórum flokkum: kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. Viðbrögðin við Hýryrðum 2015 voru vonum framar, en vel á fjórða hundrað tillagna barst í samkeppnina. Afrakstur samkeppninnar var kynntur formlega í kvöld, þann 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu.

|

Meira ...

Samtökin ´78 boða til félagsfundar að hausti þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20 að Suðurgötu 3. Að venju verður lögð fram drög að fjárhagsáætlun næsta árs.

|

Meira ...

Við tilkynnum með ánægju að nú er hægt að fá geisladiskinn Nóg til frammi með Hljómsveitinni Evu til sölu hjá okkur á Suðurgötu 3 og einnig diskana Stella og Trúður í felum með Stellu Hauks. Fyrri diskur Stellu sem nefndur er eftir henni sjálfri hefur verið ófáanlegur um árabil og Trúður í felum aðeins fáanlegur í Vestmannaeyjum. Stella Hauks var fyrsta söngvaskáldið hérlendis til að yrkja um ástir kvenna til kynsytra sinna og því brautryðjandi á sínu sviði. Þetta er því mikill happafengur fyrir tónlistarunnendur. Þessa tónlist finnur þú ekki á Spotify!
Hægt er að kaupa diskana hjá okkur alla virka daga frá kl. 13-16 eða á opnum húsum sem eru öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. 

|
Síða 1 af 82