Samtökin 78

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Forsíða Fréttir Nýjar fréttir

Nýjustu fréttir

Aðalfundur Samtakanna '78: Hinsegin regnhlífin stækkar, stjórnvöld verða að sýna ábyrgð

Prentvæn útgáfa

 

ny stjorn

Nýkjörin stjórn Samtakanna ´78. Frá vinstri: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður, Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, alþjóðafulltrúi, Kitty Anderson meðstjórnandi, Steinu Dögg Vigfúsdóttir, gjaldkeri, María Rut Kristinsdóttir varaformaður, Jósef S. Gunnarsson, ritari. Á myndina vantar Matthew Deaves, meðstjórnanda. (Mynd: Frosti Jónsson. Fleiri myndir og fréttir: Gayice.is)

Samtökin '78 héldu aðalfund sinn í gær í G&T salnum á Kex Hosteli. Á fundinn mættu 35 félagar og þurfti því 23 atkvæði til að samþykkja lagabreytingar. Fundargerð fundarins, ársskýrslu og reikninga má sjá hér.

Hilmar endurkjörinn formaður og mikil endurnýjun í stjórn og trúnaðarráði

Nánar...
 

Fundargerð aðalfundar 2015 ásamt ársskýrslu og -reikningi

Prentvæn útgáfa

 

Hér að neðan má finna fundargerð aðalfundar Samtakanna '78 2015, ársskýrslu og ársreikning fyrir árið 2014, sem og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015:

Fundargerð aðalfundar 2015

Starfsskýrsla 2014-2015

Ársreikningur 2014

Fjárhagsáætlun 2015

 

Umsögn um mannanöfn og heimsókn til allsherjarnefndar Alþingis

Prentvæn útgáfa

nefndasvið

Formenn Samtakanna '78, Trans Ísland og Intersex Ísland, skunduðu í morgun á fund allsherjar- og menntamálanefndar en nefndin bauð í heimsókn eftir að þessi samtök ásamt fleirum sendu inn umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um mannanöfn. Formenn ræddu málið vítt og breitt við nefndarfólk en samtökin hafa lýst yfir stuðningi sínum við frumvarpið og þá sérstaklega hugmyndir um að afnema ákvæði um sérstök karlmanns og kvenmannsnöfn. Nefndarfólk spurði ýmissa spurning og almennt var andinn góður í fundinum.

Nánar...
 

Af framkvæmdum á Suðurgötu 3

Prentvæn útgáfa

 

sudurgata
Eftir stopp frá því í haust, þar sem sem beðið var eftir byggingarleyfi og úttekt byggingarfulltrúa og svo ófyrirséðri vinnu við gerð nýrrar eignaskiptalýsingar og samnings (en okkur var tilkynnt um að 10 ára gömul lýsing væri röng og þarfnaðist endurbóta), komust framkvæmdir aftur á skrið á Suðurgötunni fyrir stuttu.

Unnið hefur verið hörðum höndum við ýmislegt, svo sem múrhúðun, veggjasmíð, uppsetningu loftræstikerfis og fleira. Hér að neðan er verkefnalistinn sem verið er að vinna í nákvæmlega þessa stundina og gefur hann góða mynd af því hver staðan er. Nýlega uppgötvaðist leki frá sameigninni sem stoppar flest allt í augnablikinu en við höldum áfram með þá þætti sem við getum þangað til gert verður við lekann. Óveður undanfarins vetrar gera það líkast til að verkum að lekinn kemur í ljós núna og má segja að það sé lánið í óláninu. Það er vissulega betra að fást við hann núna á framkvæmdastigi, heldur en að þurfa að opna loft og fleira og standa í viðgerðum síðar meir.

Nánar...
 

Vikupistill formanns #02 / President's Weekly Message #02

Prentvæn útgáfa

 

140514-hilmar-7(english below)

Kæra félagsfólk. Annar vikupistill formanns gjörið svo vel.

Vikan hefur verið annasöm. Við stöndum m.a. í viðræðum við borg og ríki um þjónustusamning og velferðarstyrk þar sem lögð er áhersla á að tryggja fræðslustarf og ráðgjöf. Á sunnudaginn héldum við vellukkað fjáröflunarbingó og fóru margir heim með glæsilega vinninga. Húsnæðismálin þokast áfram en meira verður að frétta af þeim í næstu viku.

Það er margt að gerast í hinsegin heimum í desember, m.a. barnajólaball, jólatónleikar, jólaball, sjónvarpssýningar og fleira og fleira. Njótum þess að taka þátt og njótum þessa frábæra árstíma.    

Með ást & friði
Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður

Nánar...
 

Umsögn Samtakanna '78 um framtíðarskipan lögreglunáms

Prentvæn útgáfa

 

logganInnanríkisráðuneytið óskaði á dögunum eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi.

Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir þriggja ára námi á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun að stórum hluta útvistað til menntakerfis og að skólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu. Samtökin '78 sendu inn eftirfarandi umsögn:

Nánar...
 

Þerraðu aldrei tár án hanska

Prentvæn útgáfa

 

original

Það er ekkert sérlega oft sem sjónvarpsefni hreyfir við mér. Það er ekki sérlega oft sem ég græt yfir bíói. En ég gerði það í gær og ég gerði það aftur í kvöld. Í gær sá ég nefnilega fyrsta þáttinn í trílógíunni Þerraðu aldrei tár án hanska eftir Jonas Gardell á RÚV. Og í kvöld fór ég á ríkissjónvarpið sænska á netinu og horfði á restina. Ég gat ekki beðið. Ég er nær orðlaus. Og skil ekki af hverju ég var ekki búinn að lesa bækurnar. Sjá þættina.

Nánar...
 

Umsögn Samtakanna '78 um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni

Prentvæn útgáfa

 

althingiNú liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og hafa Samtökin ‘78 skilað inn umsögn um það. Rétt er að minna á að Samtökin '78 hafa tekið þá afstöðu að taka ekki afstöðu til staðgöngumæðrunar þar sem málið er umdeilt og um hana eru margar mismunandi skoðanir meðal félaga.

Samtökin hafa bent á að réttindi eins hóps skuli aldrei ganga á mannréttindi annars. Þó teljum við borðleggjandi að lög um staðgöngumæðrun mismuni ekki verði þau að veruleika, þá t.d. á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Því var farið yfir frumvarpið og lögð fram umsögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mismunun og útilokun (beina og óbeina). Drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun má finna hér.

Eftirfarandi umsögn var send starfsmanni starfshóps um staðgöngumæðrun þann 3. desember:

Nánar...
 

Vikupistill formanns #01 / President's Weekly Message #01

Prentvæn útgáfa

 

140514-hilmar-7

(english below)

Gleðilegan desember kæra félagsfólk. Á frábærum félagsfundi miðvikudaginn 19. nóvember sl. áttum við góðar samræður um ýmis málefni og m.a. kom fram gagnrýni varðandi upplýsingagjöf. Við fögnum allri uppbyggjandi gagnrýni og reynum að bæta vinnubrögðin þar sem við á. Ég kynni því hér vikulegan fréttapistill sem ég vona að verði til gagns og ánægju. Með ást & friði, Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Samtökin ‘78 halda úti fræðslu og ráðgjöf, fjölbreyttri félags- og menningarstarfsemi og berjast fyrir mannréttindum og lífsgæðum hinsegin fólks allan ársins hring. Þetta væri ekki mögulegt án öflugs félags- og stuðningsfólks. Byggðu með okkur betra samfélag - skráðu þig í félagið eða styrktu um upphæð að eigin vali. Við þökkum stuðninginn. Hann skiptir öllu máli.

Láttu í þér heyra

Það er mikilvægt að raddir félagsfólks heyrist og við hvetjum til hispurslausrar og gagnrýnnar umræðu. Hafirðu ábendingar, hugmyndir, viljirðu bjóða fram krafta þína, nú eða skrifa pistil, þá sendu okkur póst á skrifstofa@samtokin78.is.

Jólabingó!

Hið árlega Jólabíngó verður haldið í Stúdentakjallaranum í samstarfi við Q - félag hinsegin stúdenta sunnudaginn 7. desember kl. 15-17. Að vanda verða frábærir vinningar í boði. Við stefnum á notalega og fjölskylduvæna stund en heyrst hefur að kynuslandi jólasveinar muni láta sjá sig! 

Nánar...
 

Takk fyrir fundinn!

Prentvæn útgáfa


140514-hilmar-7

Kæra félagsfólk. Mig langar rétt að færa ykkur kærar þakkir fyrir góðan, líflegan, hreinskiptinn og uppbyggjandi fund í kvöld. Ég vil líka nota tækifærið og þakka Íslandsdeild Amnesty International kærlega fyrir að hýsa okkur.

Fjárhagur, jafnrétti og umhverfi

Í kvöld ræddum við um hálfsárs uppgjör félagsins og fjárhagsáætlun. Gjaldkerinn okkar hann Vilhjálmur Ingi fór yfir sviðið og tók við spurningum en skemmst er frá því að segja að fjárhagurinn er á góðu róli. Þá tók nýjasta stjórnarmanneskjan hún Auður Magndís Auðardóttir við og fór yfir fyrstu drög að jafnréttis- og umhverfisstefnu. Auður kynnti til sögunnar Hrönn Hrafnsdóttur sérfræðing hjá Reykjavíkurborg en hún kynnti okkur fyrir Grænu skrefunum sem Reykjavíkurborg hefur unnið eftir að fyrirmynd Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Skrefin eru aðgerðaáætlun og tékklisti sem hægt er að nota til að framfylgja stefnu um vistvæna og grænni framtíð. Hrönn sagði þetta í fyrsta skipti sem frjáls félagasamtök hyggðust stíga þessi grænu skref hérlendis, svo hún vissi til, og taldi það vissulega mikið gæfuspor. Við líka.

Nánar...
 

Félagsfundur að hausti

Prentvæn útgáfa

 

Einn af föstum liðum í starfsemi Samtakanna '78 á haustin er félagsfundur þar sem fjárhagsáætlun næsta árs er lögð fram. Að þessu sinni er félagsmönnum einnig boðið til umræðu um húsnæðismál félagsins og mótun jafnréttis- og umhverfisstefnu en vinna við hana hefur nú hafist. Fundurinn verður haldinn 19. nóvember í húsnæði Íslandsdeildar Amnesty International að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Hefst fundurinn kl:20.

Vakin er athygli á því að á fundinum verður kosið í kjörnefnd sem starfa mun fram yfir Aðalfund S´78 í marsmánuði 2015. Áhugasamir eru beðnir um að bjóða sig fram á fundinum. Sé nánari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra í gegnum tölvupóstfang Samtakanna ´78 skrifstofa@samtokin78.is

Nánar...
 

Hinsegin bókagjöf á Alþjóðadegi tvíkynhneigðra

Prentvæn útgáfaSamtökin '78 standa á miklum tímamótum á þessu ári en nú á haustdögum flytur félagið í ný heimkynni að Suðurgötu 3 í Reykjavík - eftir áralanga dvöl að Laugavegi 3.  Við þessi tímamót var á aðalfundi félagsins í mars 2014 einróma samþykkt að leysa upp þann hluta af bókasafni félagsins sem lýtur að kosti fræðibóka og skáldsagna. 

Nánar...
 

„Öfugmæli“ - Hinsegin þáttur á dagskrá í sumar á iSTV!

Prentvæn útgáfa

 

Í kvöld kl. 21:00 hefjast útsendingar á nýjum hinsegin sjónvarpsþætti sem hlotið hefur nafnið Öfugmæli. Þátturinn verður sýndur á nýrri sjónvarpsstöð sem heitir isTV og hefjast útsendingar á henni einnig í kvöld (rás 7 hjá Símanum og rás 24 hjá Vodafone).

Í þættinum er rætt við hinsegin fólk um fjölmörg málefni sem snerta hinsegin samfélagið. Í hverjum þætti er svo tekið fyrir ákveðið málefni eins og menningu, pólitík, sögu, markaðssetningu o.fl. Stjórnendur þáttarins eru Sigurður Júlíus Guðmundsson og Atli Þór Fanndal.

Hægt er að sjá kynningarstikluna hér.

Ætlum við ekki öll að horfa?

 

Dragkeppni Íslands kynnir!

Prentvæn útgáfa
 

Elsta “hobby-ið”

Dragg er engin nýjung heldur ævaforn hefð eins og við þekkjum, t.a.m. eins og trúarbrögð. Við höfum flest gaman af því að kaupa föt, pæla í fötum annarra, horfa á bíómyndir og fara í leikhús þar sem fólk dressar í sig upp í ýmis gervi og má segja að dragg sameini alla þessa þætti á einn eða annan hátt. Dragg hefur það þó fram yfir kvikmyndir og leikhús að þú velur persónugervið, forsögu persónunnar og áhuga, hvað getur verið skemmtilegra?

Draggkeppni Íslands verður haldin 6. ágúst næstkomandi, þar keppast kóngar og drottningar um titilinn Draggdrottning og Draggkóngur Íslands í “glamour show-i” í Hörpu.

Ekki missa af þessari sýningu á einni af okkar elstu hefðum. Miðasalan er komin í gang í Hörpu og einnig ámidi.is Miðaverð á keppnina er 2.800 kr. Keppnisatriðin eru 8 ásamt fjölda annarra atriða.

Félagsmenn Samtakanna '78 fá ódýrari miða í miðasölu Hörpunnar.

 

Niðurstaða félagsfundar

Prentvæn útgáfa

Á fundi sínum í gærkvöldi veittu félagar Samtakanna ´78 stjórn félagsins umboð til þess að ganga frá kaupum á nýju húsnæði að Suðurgötu 3, að uppfylltum fyrirvörum sem kynntir voru, ásamt því að fara með núverandi húsnæði félagsins í söluferli. Það hyllir því undir miklar breytingar hjá félaginu en ánægjulegt upphaf að samþykki þetta var veitt einróma. Fundargerð verður birt á vef Samtakanna ´78 innan skamms og félagsmenn upplýstir um gang mála um leið og hlutir skýrast. 

 

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs S´78

Prentvæn útgáfa

Samtökin '78 leita eftir áhugasömu og drífandi fólki til að taka sæti í stjórn og trúnaðarráði samtakanna starfsárið 2014-2015. Stjórnin tekur allar helstu ákvarðanir um starfsemi félagsins. Hún fundar á tveggja vikna fresti. Henni til fulltingis er trúnaðarráð sem fundar u.þ.b. á sex vikna fresti og aðstoðar stjórn við framkvæmd mikilvægra verkefna. Samtökin '78 eru mótandi afl í hinsegin málum á Íslandi og því gefst hér kjörið tækifæri til að hafa áhrif á þennan mikilvæga málaflokk í samvinnu við öflugt og skemmtilegt fólk. Ef þér finnst þú hafa það sem til þarf skaltu hafa samband við kjörnefnd fyrir 8. mars með því að senda tölvupóst á kjornefnd@samtokin78.is eða hringja í Ragnheiði (s. 8923807), Írisi (s. 8614832) og Gunnlaug Braga (s. 8692979).

Kveðja,
Kjörnefnd.

 

Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs

Prentvæn útgáfa

Á dögunum var hinn árlegi haustfundur Stjórnar og Trúnaðarráðs S´78.

Á fundinum var farið yfir niðurstöður Samtakamáttarins sem haldin var nú í vor, vetrardagskrá Samtakanna auk fleiri málefna.

SaltEftir fundarhöldin hélt hópurinn í Salt Eldhús sem er staðsett í portinu fyrir aftan Samtökin. Þar fórum við á matreiðslunámskeið hjá Gunnari Helga þar sem var keppt í liðum. Maturinn sem var eldaður var af margskonar toga en Örn meðstjórnandi, Auður formaður Trúnaðarráðs og Sólver sem situr í Trúnaðarráði fyrir hönd Hinsegin kórsins stóðu uppi sem sigurvegarar. Það var samróma álit dómaranna, Gunnars og Svandísar ritara að þau hefðu uppfyllt allt sem góðir nemendur þurfa til að bera. Dagurinn var góður og vonum við að vetrardagskráin muni bera keim af því.

Við þökkum fyrir okkur Salt Eldhús

Salt Eldhús, Laugavegi 1a (bakhús), 101 Reykjavík

 

Ungliðahreyfingin með aðstandendakvöld og U14 fund á sunnudag

Prentvæn útgáfa

unglingarNæsta sunnudag 1. September ætlar ungliðahreyfing Samtakanna '78 að bjóða krökkum 14 ára og yngri að koma á ungliðafund fyrir yngri krakka.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Ungliðarnir bjóða upp á ungliðafundi fyrir 14 ára og yngri og verða þeir haldnir fyrsta sunnudag í mánuði í vetur. Fundurinn hefst kl. 18 og auðvitað er forráðafólki velkomið að líta við með krökkunum.
Stjórn ungliðanna og umsjónarfólk verður á svæðinu og boðið er upp á spjall og leiki.

Klukkan 19:30 hefst svo hefðbundið ungliðakvöld og þetta kvöld er aðstandendakvöld og fjölskyldu og vinum er velkomið að koma með krökkunum.
FAS (Félag Aðstenda Hinsegin Fólks) mun koma að spjalla og heyrst hefur að boðið verði upp á kökur og gotterí til styrktar ungliðunum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og aðstandendur til að kynnast starfi ungliðanna.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ungliðahreyfing Samtakanna '78

 

Upplestur á Menningarnótt

Prentvæn útgáfa

Heinz Heger

Mennirnir með bleika þríhyrninginn - Upplestur í IÐU, Lækjargötu kl: 16 á Menningarnótt

Guðjón Ragnar Jónasson les næstkomandi laugardag (Mennningarnótt) úr bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn sem hann hefur nýlokið við að þýða. Bókin er merkileg heimild um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista og lætur engan ósnortinn og heitir á frummálinu, Die Männer mit dem rosa Winkel. Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur og Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir útgáfuna. Þorvaldur Kristinsson ritar ítarlegan eftirmála að verkinu þar sem hann gerir grein fyrir því og setur það í samhengi sögunnar.

Sárafáir vitnisburðir hafa varðveist um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista og sagan um mennina með bleika þríhyrninginn er frægust þeirra minningabóka sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Bókin kom fyrst út árið 1972 og hafði ómæld áhrif víða um lönd – á þeim árum þegar samkynhneigt fólk var að leita fortíðar sem að mestu hafði verið máð út úr mannkynssögunni.

Nánar...
 

Draggkeppni Íslands

Prentvæn útgáfa

ShadyDraggkeppni Íslands fer fram 7. Ágúst í Eldborgarsal Hörpu. Þetta er í 16 skiptið sem keppnin er haldin og þriðja skiptið í Hörpu. Keppnin hefst kl 21:00 en móttaka gesta byrjar kl 20:00

Þema keppninnar er Beauty is pain (And i´m in a lot of pain)

Keppnisatriðin í ár eru 8. En það eru samt 11 keppendur að keppa. Í sumum atriðum í ár eru dúettar. Einnig koma kóngur og drottning ársins 2012 fram og kveðja titilinn sinn. Ásamt því að skemmtilegt opnunaratriði verður.

Hægt er að nálgast miða inná harpa.is eða midi.is eða kaupa þá í afgreiðslu Hörpu og hvetjum við fólk til að nálgast miða sem fyrst og velja sér það sæti sem það vill vera í. Félagsmenn í Samtökunum 78 geta fengið miðann á sérstökum afslætti í afgreiðslu Hörpu.

Kynnir keppninnar er engin önnur en Diva Jackie Dupree sem kemur beint frá New York til að vera með okkur í ár. Jackie er þekktur skemmtikraftur á Manhattan.

Þeir sem unnu aðgöngumiða á Jólabingó-i Samtakanna ´78 geta framvísað gjafabréfinu í afgreiðslu Hörpu og valið sér sæti.

 

Sumarleyfi

Prentvæn útgáfa

Opnunartími og þjónusta skrifstofu Samtakanna ´78 verður takmörkuð þessa vikuna vegna sumarleyfa. Við bendum fólki á að senda erindi á skrifstofa@samtokin78.is og brugðist verður við þeim eins skjótt og auðið er.

 

Kærar þakkir öll sömul

Prentvæn útgáfa

Samtökin '78 35 áraStjórn, trúnaðarráð og starfsfólk Samtakanna ´78 eru í skýjunum með SAMTAKAMÁTTINN - þjóðfund hinsegin fólks sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 1. júní 2013. Í honum tóku þátt um 120 manns á aldrinum 15 til 87 ára. Fundurinn var haldinn í tilefni 35 ára afmælis S78 og lagt upp með að á þessum tímamótum sé nauðsynlegt að staldra við, skoða stefnumálin og forgangsraða. Margir sigrar hafa náðst í 35 ára starfi og fjöldi fólks lagt blóð, svita og tár í baráttuna þau ár sem Samtökin hafa verið til. Það voru fundargestir rækilega minntir á þegar Lana Kolbrún Eddudóttir og Þorvaldur Kristinsson, fyrrum formenn Samtakanna, stigu á svið og sögðu örsögur frá fyrri árum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ávörpuðu fundinn af einlægum áhuga á málefnum hinsegin fólks. Reynslumiklir félagsmenn, þau Ragnhildur Sverrisdóttir og Felix Bergsson, stýrðu fundinum af stakri snilld. Fjöldi fólks lagði á sig mikla sjálfboðavinnu til að fundurinn gengi jafn vel og skipulega fyrir sig og raunin varð og þetta fólk á miklar þakkir skildar. Um kvöldið var fagnað á Hinsegin hátíð á borginni. Mannréttindaborgin Reykjavíkurborg á svo sannarlega þakkir skildar fyrir frábært samstarf við Samtökin ´78 kringum fundinn.

En það er ekki nóg að halda flottan fund og safna miklum fjölda góðra hugmynda. Nú er sá hluti að baki en við tekur úrvinnsla. Í fyrsta lagi þarf að halda skipulega utan um hugmyndirnar. Í öðru lagi þarf að framkvæma. Forysta S78 hóf strax vinnu við úrvinnsluhlutann og biðlar til félaga í Samtökunum ´78 að taka virkan þátt í starfinu til framtíðar svo hægt sé að láta sem flestar hugmyndanna frá SAMTAKAMÆTTINUM 2013 verða að veruleika.

Þó að mikil vinna sé fyrir höndum og nokkur tími sé í að hægt verði að birta niðurstöður þeirrar vinnu viljum við þó birta niðurstöður borðavinnunnar eins og hún kom fram á fundinum. Öll skjölin eru í PDF formi sem auðvelt á að vera að skoða og prenta út. Við munum svo að sjálfsögðu bæta við upplýsingum og niðurstöðum þegar það verður hægt.

Hér má svo finna skjal með öllum hugmyndum sem fram komu á fundinum.

 

SAMTAKAMÁTTURINN - þjóðfundur hinsegin fólks

Prentvæn útgáfa

English version - click here

Laugardaginn 1. júní 2013 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Samtökin '78 35 áraDagskrá

13:30 Skráning og afhending fundargagna
-Raðað í hópa eftir efnisflokkum (Sjá neðar)
-Mætið tímanlega!

14:00 Opnun fundarins
-Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra
-Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna ´78

14:15 Vinna hefst í hópum

15.30 Hressing

15.50 Örsögur úr starfinu frá fyrri formönnum
-Guðni Baldursson, fyrsti formaður S78
-Lana Kolbrún Eddudóttir
-Þorvaldur Kristinsson

16.00 Framhald hópavinnu

17:30 Lokaorð og móttaka

Fundarstjórar: Felix Bergsson og Ragnhildur Sverrisdóttir

Nánar...
 

Forsalan er hafin!!

Prentvæn útgáfa

*HINSEGIN HÁTÍÐ*
**Skuggabarinn 1.júní**
***Allur ágóði rennur til ráðgjafaþjónustu Samtakanna***
--ENGLISH BELOW--

1. júní 2013 verður allsherjar hinsegin veisla sem byrjar með Samtakamættinum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Til að slá botninn í frábæran dag efna Samtökin '78 til Hinsegin Hátíðar á Skuggabarnum, í glæsilegum húsakynnum Hótel Borgar.

Húsið opnar kl. 22:00 og hefst dagskráin með hinsegin skemmtiatriðum sem enginn, nær og fjær, vill missa af.

Í kringum miðnætti mun svo Dj. Manny hefja skífuþeytingar og við honum tekur Dj. Kidda Rokk til að rífa þakið endanlega af húsinu.

Miðaverð í forsölu er 1.000 kr. fyrir félaga Samtakanna '78 en 1.500 kr. fyrir aðra. Forsala í Máli og Menningu á Laugarvegi. TAKMARKAÐUR FJÖLDI MIÐA Í FORSÖLU!

2000 kr. við hurð fyrir alla.

20 ára aldurstakmark.

Gleðjumst saman þann 1. júní!

Nánar...
 

Stuttmynd!

Prentvæn útgáfa

Okkur barst skemmtileg stuttmynd frá nemendum í Félagsráðgjafanámi Háskóla Íslands um hinsegin stjúpfjölskyldu og möguleg vandamál sem upp geta komið. Mælum með því að allir kíki á þessa mynd! 

Hér má sjá myndina!

 

IDAHO inni í mér

Prentvæn útgáfa

Grein Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Samtakanna '78, sem birtist í Fréttatímanum í dag 17. maí 2013:


IDAHO inni í mér

Idaho er fylki í Bandaríkjunum. Því miður er það ekki eitt þeirra ríkja sem nú bætast í hinn stækkandi hóp bandarískra fylkja sem lögleitt hafa hjónabönd fólks af sama kyni – þvert á móti hafa kjósendur þar sett bann við slíku í stjórnarskrá fylkisins. Rugl af því tagi viðgengst sums staðar í Bandaríkjunum líkt og víða annars staðar í heiminum. Hins vegar hafa bandarísk stjórnvöld undanfarin ár staðið sig vel á alþjóðavettvangi með markvissri baráttu í þágu hinsegin fólks og Hillary Clinton átti til dæmis stórleik í þeim efnum sem utanríkisráðherra.

Það er því ekki auðvelt að mála einfalda mynd af Bandaríkjunum og stöðu hinsegin fólks og svoleiðis er staðan víða annars staðar. Það var magnað þegar Frakkar lögleiddu hjónabönd samkynhneigðra um daginn en að sama skapi ógnvekjandi hversu heiftúðug mótmæli urðu. Á allt of mörgum öðrum stöðum í heiminum er myndin því miður einfaldari af því hún er öll í dökkum litum ennþá. Hún Kasha frá Úganda upplýsti Íslendinga um daginn um skelfilega stöðu hinsegin fólks í heimalandi sínu og nú hefur maður frá Nígeríu leitað hælis á Íslandi vegna þess að honum er ekki vært þar vegna samkynhneigðar, sem þungar refsingar liggja við.

Nánar...
 

Fréttatilkynning frá Samtökunum ‘78 á alþjóðadegi gegn hómó-, tvikynhneigðar- og transfóbíu

Prentvæn útgáfa

Úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu:

Flest ríkin fá falleinkunn og margt ógert hér heima   

Rainbow Europe Map--2013ILGA Europe, Evrópusamtök hinsegin fólks, birta nýja úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og þúsundir íbúa um alla álfuna búa áfram við ótta um ofbeldi og ofsóknir. Ísland þokast upp á við á sviði löggjafar og stefnu stjórnvalda en margt er enn ógert.  

ILGA Europe, Evrópusamtök hinsegin fólks (lesbía, homma, tvíkynhneigðra, trans- og intersexfólks), hafa í tilefni Alþjóðadags gegn hómófóbíu og transfóbíu þann 17. maí gefið út Evrópska regnbogapakkann. Regnbogapakkinn er árleg úttekt á stöðu mannréttinda hinsegin fólks og samanstendur af Regnbogakorti og Ársyfirliti. Kortið mælir stöðu löggjafar og stefnu á sviðum jafnréttis og aðgerða gegn mismunun, fjölskyldumála, hatursorðræðu og -ofbeldis, lagalegrar staðfestingar kyns, funda-, félaga- og tjáningarfrelsis og málefna hælisleitenda. Mælt er í 49 Evrópuríkjum og stig gefin á skalanum 0 til 100%. Ársyfirlitið, sem nú er gefið út í annað sinn, veitir innsýn í daglegt líf og umhverfi hinsegin fólks en saman draga skjölin upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í Evrópu.

Nánar...
 

Ákall til Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra

Prentvæn útgáfa

Samtökin ´78 fara fram á endurupptöku máls samkynhneigðs hælisleitanda

gayicelandSamtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, fara hér með fram á að innanríkisráðuneytið endurskoði þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Undanfarin níu ár hefur hann dvalist á Ítalíu við bágbornar aðstæður.

Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi, samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International og öðrum mannréttindasamtökum. Nýlega hefur verið hert á löggjöf þar sem gerir samkynhneigð refsiverða og gríðarlegir samfélagslegir fordómar gera að verkum að líf hinsegin fólks er í hættu og ofsóknir á grundvelli kynhneigðar algengar án þess að yfirvöld veiti einstaklingum sem verða fyrir barðinu á slíku nokkra vernd.

Nánar...
 

Aðstandendur transfólks hittast í kvöld

Prentvæn útgáfa
Næsti fundur hjá hópi fyrir foreldra og aðstandenda transfólks er í kvöld ÞRIÐJUDAGINN 30. APRÍL kl. 20.00 í húsnæði Samtakanna '78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Foreldrar barna í kynáttunarvanda eru sérstaklega velkomnir. 

Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur og ræða málin opinskátt. Þarna gefst tækifæri á að spyrja spurninga og deila með öðrum upplifunum, jákvæðum og neikvæðum. Eins er þetta gott tækifæri til þess að afla sér upplýsinga um efni sem ekki alltaf er aðgengilegt.

Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 leiðir hópinn. Sigríður er leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur að mennt og hefur starfað sem meðferðarfræðingur í 10 ár. 

Frekari upplýsingar í síma 694 8313.

 

SAMTAKAMÁTTURINN -þjóðfundur hinsegin fólks

Prentvæn útgáfa

Hvað finnst þér um Samtökin '78?

alt

Samtökin '78 standa nú á tímamótum, en félagið fagnar 35 ára afmæli í ár. Mikið hefur áunnist í baráttu Samtakanna fyrir mannréttindum hinsegin fólks á síðustu áratugum og margar þeirra lagabóta sem barist hefur verið fyrir á þessu tímabili hafa komist til framkvæmda. Því er nú tímabært að skoða starfið, forgangsraða og ákveða stefnumál framtíðarinnar. Af þessu tilefni standa S78 fyrir „þjóðfundi“ hinsegin fólks þann 1. júní.

Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er haldinn í samstarfi við Reykjavíkurborg. Húsið opnar klukkan 13.30, dagskrá hefst klukkan 14.00 og stendur fundurinn sjálfur til klukkan 17.30 en þá tekur gleðin völd!

Mikilvægt er að fá stóran og fjölbreyttan hóp þátttakenda til fundarins, en þannig er tryggt að stefnumótun samtakanna til næstu ára taki mið af röddum mismunandi hópa. Auk félagsmanna eldri og yngri er allt áhugafólk um málefni hinsegin fólks velkomið – hvort sem það eru stjórnmálamenn, fræðimenn eða hinsegin fólk sem stendur utan félagsins. Sérstök áhersla er lögð á að bjóða nýju fólki og auðvelt að mæta ein/n því vel verður tekið á móti öllum. Það er ekki síður mikilvægt að fá fram sjónarhorn þeirra sem eru ung, nýkomin út eða af öðrum ástæðum hafa ekki áður tekið þátt hjá S78.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Við hvetjum ykkur öll til að taka daginn frá, skráning fer fram hér.

Sjá viðburðinn á Facebook.

 

 

Fögnum sumri!

Prentvæn útgáfa

Ljúkum vetri og fögnum sumri í Regnbogasalnum!

Opið hús og PubQuiz hjá Samtökunum '78 í kvöld, 24. apríl. Á morgun er sumardagurinn fyrsti svo í dag er gott tilefni til að gera sér glaðan dag (eða glatt kvöld jafnvel).

Húsið opnar kl. 20:00 og PubQuizið hefst kl. 21:00. Quizið samanstendur af almennum fánýtum fróðleik með hinsegin twisti!

Heitir og kaldir drykkir til sölu á staðnum.

Sjáumst hress!

 

Hvað segja framboðin um málefni hinsegin fólks?

Prentvæn útgáfa

Húsfylli var í Regnbogasal Samtakanna '78 í gærkvöldi á fundinum "Hinsegin Alþingi? - stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78". Fulltrúar tólf framboða til komandi Alþingiskosninga tóku þátt í pallborðsumræðum og svöruðu spurningum frá áhugasömum félögum Samtakanna '78. 

alt

 

Formaður Samtakanna '78, Anna Pála Sverrisdóttir, bauð gesti velkomna og notaði meðal ananrs tækifærið til að auglýsa "Samtakamáttinn", þjóðfund hinsegin fólks sem haldinn verður í samstarfi við Reykjavíkurborg í Tjarnarsal Ráðhússins þann 1. júní. Fulltrúar framboðanna fengu afhend eintök af starfsskýrslu og ársreikningi Samtakanna '78 fyrir árið 2012 sem og gögn frá ILGA Europe um stöðu Hinsegin fólks í Evrópu (ILGA Europe Rainbow Map & Index 2012). Því næst tók fundarstjórinn, Guðfinnur Sigurvinsson, við keflinu og stýrði fundinum með sóma. 

Nánar...
 

Hinsegin Alþingi? - á morgun

Prentvæn útgáfa

Á morgun, fimmtudaginn 18. apríl bjóða Samtökin '78 til fundarins "Hinsegin Alþingi? -stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78". Fundurinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna '78 og hefst kl. 20:00. 

Fundarstjóri verður útvarpsmaðurinn góðkunni Guðfinnur Sigurvinsson.

alt


Fulltrúar ellefu framboða hafa boðað komu sína á fundinn. En þeir koma frá Bjartri framtíð, Dögun, Framsóknaflokki, Húmanistaflokki, Hægri grænum, Lýðræðisvaktinni, Pírötum, Regnboganum, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum.


Í gær fengu framboðin sent bréf með helstu upplýsingum um fundinn. Bréfið innihélt meðal annars spurningar tengdum nokkrum málefnum hinsegin fólks sem fulltrúunum gefst kostur á að svara á fundinum en auk þess verður opið fyrir spurningar úr sal. Bréfið (og spurningarnar) má sjá
hér. Einnig má finna Facebook-viðburð fundarins hér

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta á morgun!

 

Hinsegin baráttukona á leið til Íslands!

Prentvæn útgáfa

altKasha Jacqueline Nabagesera, mikilvirt baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks í Úganda, sækir Íslendinga heim nú í apríl.

Í Úganda er samkynhneigð bönnuð með lögum og víða í Afríku nýtur hinsegin fólk ekki mannréttinda og í nokkrum löndum í álfunni liggur dauðarefsing við samkynhneigð.

Kasha Jacqueline Nabagesera er gestur Íslandsdeildar Amnesty International sem stendur að fyrirlestrinum og sýningu kvikmyndarinnar í samvinnu við Samtökin '78, Hinsegin daga, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, Alþjóðlega jafnréttisskólann við HÍ og Bíó Paradís.

Nánar...
 

Skrifstofan lokuð í dag

Prentvæn útgáfa

 

Lokað er á skrifstofu og bókasafni Samtakanna '78 í dag, föstudaginn 12. apríl. 
Opnum aftur á mánudag kl. 13:00.

Góða helgi!

 

Hver er afstaða framboðanna?

Prentvæn útgáfa

Sérstakur starfshópur Samtakanna '78 um ættleiðingar hinsegin fólks hefur starfað frá haustinu 2012 og hefur hann meðal annars fundað með ráðuneytum og öðrum sem að ættleiðingarmálum koma, í von um að breytingar verði gerðar í þágu hinsegin fólks. Fyrr í dag sendi starfshópurinn framboðum til komandi Alþingiskosninga bréf er varðar barneignir og ættleiðingar hinsegin fólks.

Bréfið innihélt fimm spurningar, en svörum við þeim er ætlað að varpa ljósi á afstöðu framboðanna til réttinda hinsegin fólks til barneigna. Óskað var eftir skriflegum svörum fyrir 20. apríl og verða svörin birt opinberlega að þeim tíma liðnum.

Nánar...
 

Hinsegin Alþingi?

Prentvæn útgáfa

- stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78

alt

Félagsmönnum Samtakanna '78 er boðið til kynningar- og málefnafundar með fulltrúum þeirra framboða sem bjóða munu fram til komandi Alþingiskosninga.

Öllum framboðum hefur verið sent formlegt boð um þátttöku á fundinum sem fer fram í Regnbogasal Samtakanna '78, fimmtudaginn 18. apríl og hefst kl. 20:00.

Samtökin '78 standa á tímamótum, en félagið fagnar í ár 35 ára afmæli. Margar þeirra lagabóta sem barist hefur verið fyrir undanfarin 35 ár hafa nú komist til framkvæmda og lagaleg staða hinsegin fólks því nokkuð góð í íslensku samfélagi. En betur má ef duga skal því lagalegt jafnrétti eitt og sér er ekki nóg.

Nánar...
 

Opnunartími um páska

Prentvæn útgáfa


Skrifstofa Samtakanna '78
verður lokuð frá og með skírdegi til og með annars í páskum (28. mars - 1. apríl). Opnum aftur kl. 13 þriðjudaginn 2 apríl.

Líkt og venjulega verður opið hús í Regnbogasal fimmtudagskvöldið 28. mars (skírdag) kl. 20-23.


Samtökin '78 senda ykkur öllum óskir um góða og gleðilega páska.

 

Aðalfundur Hinsegin daga - áminning

Prentvæn útgáfa

Minnum á aðalfund Hinsegin daga í Reykjavík – Gay Pride, sem haldinn verður í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, sunnudaginn 24. mars 2013 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. félagslögum.

Rétt til fundarsetu með kosningarétt og kjörgengi hafa félagar með gilt félagsskírteini. Félagsaðild kostar 1000 kr. og hægt er að endurnýja hana eða gerast félagi við upphaf fundarins.

 

Hinsegin, trans og kynjaflækjur

Prentvæn útgáfa

Málþing 20. mars 2013 í boði MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjafræða og Samtakanna 78 í tilefni 35 ára afmælis Samtakanna. Háskóli Íslands, Askja-132 (Náttúrufræðihús) kl. 12-14.

[English below]

 MARK hinseginmalthing 20mars 2013

(smellið á myndina til að stækka)


Hinsegin, trans og kynjaflækjur 

Málefni hinsegin- og transfólks eru í brennidepli jafnréttisumræðu og kynjafræða. Þau hafa sett hugmyndir okkar um kyn, kyngervi, kynhneigð og kynvitund í nýtt og ögrandi samhengi. Aðgreiningin í kynið sem hið líffræðilega og áþreifanlega og kyngervið sem hið menningarlega og félagsmótaða er óljós og tekist er á um mörk þeirra og túlkun. Á málþinginu verða málefni hinsegin- og transfólks rædd frá mismunandi sjónarhornum. Dr. Jyl Josephsson, dósent í stjórnmála- og kynjafræði flytur erindi um mikilvægi transfræða, transbaráttu og hinsegin transfemínisma á nýrri öld. Ugnius Hervar Didziokas MA í mannfræði flytur fyrirlestur um samkynhneigð í miðausturlöndum með áherslu á Íran. Á eftir
verða pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesaranna auk Atla Þórs Fanndal, Birnu Hrannar Björnsdóttur og Uglu Stefaníu Jónsdóttur. Málþingsstjóri er Svandís Anna Sigurðardóttir, MA, stundakennari í kynjafræði og stjórnarmaður í Samtökunum 78. Erindin eru á ensku en umræður bæði á ensku og íslensku.
ÖLL VELKOMIN


Queer, trans and gender trouble
A seminar on March 20, 2013 organized by MARK and Samtökin 78 to celebrate the 35th anniversary of Samtökin 78. University of Iceland, Askja-132 kl. 12-14.

Queer and transgender issues are in the spotlight in the gender debate. They challenge our understanding of sex, gender, sexuality and gender identity. The sex - gender distinction, in which sex is linked to 'nature' and gender to 'culture', is being blurred and contested. The seminar addresses queer and transgender issues from different perspectives. Dr. Jyl Josephsson, Associate Professor in Gender Studies and Political Science, will discuss the importance of trans studies, trans theory, and trans activism to an inclusive queer transfeminism for the 21st century. Ugnius Hervar Didziokas, MA in Anthropology, will give a presentation of homosexuality in the Middle East with an emphasis on Iran. After the presentations there will be a panel discussion with the participation of the lecturers, Atli Þór Fanndal, Birna Hrönn Björnsdótti and Ugla Stefanía Jónsdóttir. The seminar is chaired by Svandís Anna Sigurðardóttir, MA, seasonal teacher in Gender Studies and a board member of Samtökin 78. The presentations will be in English and the panel discussion in English and Icelandic.
ALL WELCOME

 

Að loknum aðalfundi

Prentvæn útgáfa

Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram að Laugavegi 3 fyrr í dag, 9. mars. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundarstjóri var Þorvaldur Kristinsson og ritari Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir.

Guðmundur Helgason, fráfarandi formaður stjórnar Samtakanna '78, fór yfir starfsskýrslu ársins 2012-2013 og að því loknu kynnti Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri, áritaða reikninga starfsársins sem hlutu staðfestingu aðalfundar.

Á fundinum var kjörið í öll embætti í stjórn félagsins, en þau eru sjö talsins, auk þess sem tíu fulltrúar voru kjörnir í trúnaðarráð. Stjórn og trúnaðarráð Samtakanna '78 2013-2014 eru sem hér segir:

Nánar...
 
Síða 1 af 41

Fréttabréf

Skráðu þig fyrir fréttabréfi Samtakanna '78

:

Fornafn:

Eftirnafn:

wow logo


Sérkjör til félaga

Skeljungur / Orkan

Aukaafsláttur með orkulykli auk þess sem Samtökin '78 njóta góðs af beinsínkaupum félagsmanna.

Sjá nánar hér

Vissir þú?

Það er alltaf opið hús á fimmtudagskvöldum milli 20:00–23:00. Kíktu í heimsókn!

Bókasafn og kaffistofa eru einnig opin alla virka daga kl. 13:00-17:00.

Tengdar greinar


telefon dinleme sistemi telefon dinleme yazılımı telefon dinleme programı telefon dinleme cihazı