Samtökin 78

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Forsíða Pistlar og greinar

Greinar

Heildarframlög til hinsegin mála kosta minna en einn skitinn ráðherrajeppi

Prentvæn útgáfa

 

140514-hilmar-7Það má með sanni segja að aðalfundur Samtakanna '78 hafi vakið nokkra athygli. Kannski engin furða. Það voru nefnilega tvö stór mál sem stóðu upp úr frá fundinum. Annars vegar það að félagar samtakanna skyldu sýna þá víðsýni, framsýni og hugrekki að stækka enn hinsegin regnhlífina og bjóða fleiri hópum formlega í hópinn. Hins vegar að velta Samtakanna '78 og opinber framlög til þeirra séu jafn hlægilega lítil og raun ber vitni.

Jeppinn hans Gunnars Braga dýrari

Seinna atriðið er auðvitað sérstaklega stingandi í ljósi þess mikla starfs sem fer fram á vettvangi samtakanna og þeirrar staðreyndar að hið opinbera er nánast ekki að setja krónu í málefni hinsegin fólks fyrir utan það smotterí sem rennur til samtakanna. Stjórn samtakanna hefur líka rekið sig á það undanfarið ár að í samanburði við opinberar fjárveitingar til annarra félaga og hópa eru fjárveitingar til félagsins, og hinsegin mála almennt, alger brandari. Sett í samhengi við aðra hluti verður þetta nánast grátlegt. Samtökin ´78 fengu greitt u.þ.b. 8,5 milljónir króna frá ríki og borg á síðasta ári. Það er töluvert minna fé en þótti rétt að setja í nýjan jeppa fyrir Gunnar Braga utanríkisráðherra síðast þegar var endurnýjað. Og hans jeppi var nú samt með þeim ódýrari. 

Nánar...
 

Íslandssaga hinsegin fólks?

Prentvæn útgáfa


140514-hilmar-7Erindi formanns Samtakanna ‘78 á hádegisfyrirlestrinum Að skrifa eigin sögu þriðjudaginn 7. október 2014. Erindið var annað tveggja í þessu hádegi en hitt flutti dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur. Hádegis-fyrirlesturinn var aftur hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands veturinn 2014-2015 sem ber yfirskriftina Söguskoðun að fornu og nýju.

Barnæskan og ósýnileikinn - þörfin fyrir eigin sögu

Ég hef lengi haft áhuga á sögu og sagnfræði. Ég ólst upp við tiltölulega ríka sagnahefð heima fyrir og í barnaskólanum var jú kennd saga. Þar kynntist maður hugrökkum íslenskum hetjum. Bregðandi brandi. Steytandi hnefann framan í erlent yfirvald. Lofsyngjandi ættjörðina. Auðvitað var talað um lítilmagnann. Vosbúð og vesæld. Og konur. En karlkyns hetjur og valdamenn áttu sviðið og frásögning var einföld. Sjálfstæðisbarátta saklausrar þjóðar. Eða gagnkynhneigðra karlmanna. Þannig minnist ég þess að minnsta kosti í dag. Eitt tel ég þó alveg víst: Það var hvergi minnst á hinsegin fólk í þessari sögu. Ekki í skólanum. Ekki við eldhúsborðið heima. Sá veruleiki sem ég stóð tiltölulega snemma frammi fyrir var eiginlega hvergi sýnilegur. Og þá sjaldan að minnst var á hann í fjölmiðlum var hann í besta falli einfaldaður og bjagaður. Í versta falli afskræmdur.

Nánar...
 

Minningardagur trans fólks

Prentvæn útgáfa


140514-hilmar-7ugla

„Trans“ er stytting á hugtakinu „transgender“ sem er regnhlífarhugtak og notað um mikinn fjölda fólks. Þetta fólk á það sameiginlegt að ögra viðteknum hugmyndum um kyn eða upplifa sig á einhvern hátt á skjön við það kyn sem því var úthlutað við fæðingu. Hér getur verið um að ræða einstaklinga sem undirgangast einhverskonar kynleiðréttingu (e. transsexual), einstaklinga sem klæðast fötum af öðru kyni (e. crossdressers), einstaklinga sem upplifa sig ekki eingöngu sem karl eða konu; sem karl og konu, sem fljótandi á milli kynja - eða algjörlega utan þeirra (e. genderqueer & non-binary). Listinn er engan veginn tæmandi og til eru ótal fleiri og ítarlegri skilgreiningar á kynvitund einstaklinga sem rúmast undir „transgender“ regnhlífinni. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar talað er um trans fólk.

Nánar...
 

Hinsegin orðræða: Smurning eða sandur í tannhjóli gagnkynhneigða regluverksins?

Prentvæn útgáfa

 

140514-hilmar-7

Erindi formanns Samtakanna ‘78 á „Mál og mannréttindi“ - Málræktarþingi íslenskrar málnefndar og hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins í tilefni af degi íslenskrar tungu í Iðnó laugardaginn 15. nóvember 2014:

Heiðruðu gestir, til hamingju með daginn í dag og daginn á morgun.

Hvernig hefur hinsegin fólk hagað orðum sínum í baráttunni fyrir mannréttindum, sýnileika og virðingu? Höfum við samlagast ríkjandi samfélagsnormum sem gera ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir og steyptir í hefðbundin mót karlkyns og kvenkyns? Eða höfum við risið upp gegn kerfinu? Höfum við smurt tannhjól ríkjandi regluverks eða mokað sandi í gangverkið?

Hvernig hefur orðræða hins gagnkynhneigða regluverks blasað við hinsegin fólki? Hefur gagnkynhneigða meirihlutasamfélagið kúgað og niðurlægt hinsegin fólk með orðum sínum? Eða samþykkt það sem jafningja?

Nánar...
 

Minningardagur intersexfólks

Prentvæn útgáfa

 

140514-hilmar-7

unnamed
„Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyni; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns.

Fram á allra síðustu ár hefur tilvera intersexfólks verið sveipuð þykkum leyndarhjúpi. Með opnara samfélagi er baráttufólk úr röðum intersexfólks þó farið að stíga fram og rjúfa þögnina. Til að ræða mannréttindi hópsins. Til að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem intersexfólk hefur lengi mátt þola - og býr enn við. Alþjóðasamfélagið, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Evrópuráðið hafa vaknað til vitundar um málefnið og gefið út yfirlýsingar þess efnis að breyta þurfi stöðunni. Intersexfólk um heim allan er farið að bindast samtökum um að ræða stöðu sína og þarfir. Það sem áður var falið af ótta við neikvæð viðbrögð samfélagsins er loks komið upp á yfirborðið. Því miður of seint fyrir marga.

Nánar...
 

„Búum bara til bókasafn og höfum það fyrir almenning!“

Prentvæn útgáfa

 

boko
Ávarp í Þjóðarbókhlöðu á Alþjóðadegi tvíkynhneigðra, þann 23. september 2014, þegar Samtökin ´78 færðu námi í kynjafræði við Háskóla Íslands 1200 fræðibækur að gjöf úr safni sínu til varðveislu á Landsbókasafni – Háskólabókasafni.

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, landsbókavörður og starfsmenn Landsbókasafns – Háskólabókasafns – góðir gestir.

Árið 1987 fluttu Samtökin ´78 í litla félagsmiðstöð sem síðan átti eftir að duga félaginu í tólf ár. Á ofurlitlu timburhúsi á Lindargötu 49, sem nú er horfið fyrir voldugum íbúðaturnum, byggðum við upp nýjan veruleika í sögu lesbía, homma og annars hinsegin fólks og seildumst lengra í baráttu okkar fyrir mannvirðingunni. Á efri hæð hússins var um það bil tólf fermetra herbergi sem við vissum ekki hvernig við ættum að nýta þegar við fluttum inn. Þá segir einhver upp úr kaffibollanum: „Búum bara til bókasafn og höfum það fyrir almenning!“ Það var upphafið að safni Samtakanna ´78. Málið þokaðist svo á áþreifanlegra stig þegar við Böðvar Björnsson og Rúnar Lund seildumst upp í okkar eigin hillur og bárum nokkrar bækur niður á Lindargötu 49. Þessar gjafir fylltu þá rétt tæplega tvær bókahillur og þar sem við Böðvar stóðum fyrir framan þær, horfðumst við í augu og ég sagði: „Bókasafn Samtakanna ´78 er stofnað.“ „Gott, þá segjum við það!“ sagði Böðvar. Formlegri og lýðræðislegri var stofndagurinn ekki. Þetta var 1. maí 1987.

Nánar...
 

Að aflokinni afhendingu Mannréttindaviðurkenninga

Prentvæn útgáfa

 

Á opnunarhátíð Hinsegin daga síðastliðinn fimmtudag afhentu Samtökin ´78 mannréttindaviðurkenningu sína. Sú viðurkenning er afhent þeim sem lagt hafa þungt lóð á vogarskálarnar til að  auka mannréttindi, sýnileika, skilning, fræðslu og mannvirðingu hinsegin fólks í íslensku samfélagi.

Líkt og undanfarin ár voru viðurkenningarnar afhentar í þremur flokkum; „Einstaklingur innan félags“, „Einstaklingur utan félags“ og þriðji flokkurinn sem er „Félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun“. Fyrir ári síðan voru teknar upp nýjar vinnureglur er varða val á viðtakendum viðurkenninganna. Framvæmd valsins er sem hér segir:

Nánar...
 

Alþjóðlegur dagur gegn hómó- og transfóbíu

Prentvæn útgáfa

 

gudmundurhelgasonÍ dag, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn hómó- og transfóbíu. Þá má spyrja: þarf virkilega sérstakan dag til þess að tala gegn hómófóbíu og/eða transfóbíú? Og hvað þýða eiginlega þessi orð?

Nú þegar vorar í lofti og birtan eykst með degi hverjum er viðeigandi að líta yfir veturinn og viðfangsefni stjórnar Samtakanna ’78 síðustu mánuði.  Eitt af megin viðfangsefnum okkar er að berjast gegn fordómum í garð hinsegin fólks og við höfum þó nokkrum sinnum þurft að taka okkur penna í hönd og svara fordómum í okkar garð. Í vetur hefur mikið verið talað um tjáningarfrelsi og rétt fólks til þess að tjá skoðanir sínar – sérstaklega rétt öfgatrúarmanna til þess að láta ítrekað í ljósi neikvæðar og hatursfullar skoðanir á hinsegin fólki. Ég lít svo á að allir hafi rétt til skoðana sinna og að fá að tjá þær. Þegar aðili notar hins vegar hvert tækifæri sem gefst til þess að ausa neikvæðni og hatri yfir ákveðinn þjóðfélagshóp erum við komin út fyrir það sem getur kallast tjáningarfrelsi. Þá er viðkomandi farinn að stunda hreinan hatursáróður, hómófóbíu eða transfóbíu.

Í orðabók eru þessi hugtök skilgreind sem

Nánar...
 

Af „framsóknarhommum..."

Prentvæn útgáfa

 

gudmundurhelgason

anna jonna armannsdottir2

Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.

„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.

Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?” 

Nánar...
 

Hinsegin persóna vikunnar: Michel Foucault

Prentvæn útgáfa


foucault5Paul-Michel Foucault fæddist 15. október 1926 í Poitiers í Frakklandi. Hann var heimspekingur og kenningasmiður um hugmyndasögu og félagsfræði. Hann kenndi það sem hann kallaði „sögu hugsunarkerfa“ (fr. Histoire des systèmes de pensée) við Collège de France og síðar við háskólann í Buffalo og Kaliforníuháskóla í Berkeley.

Foucault er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á samfélagslegum stofnunum, einkum í tengslum við geðsjúkdómafræði, læknisfræði, hugvísindi og fangelsi, sem og sögu kynferðisins. Kenningar hans um tengsl þekkingar og valds hafa haft gríðarleg áhrif á hug- og félagsvísindi og á ýmsum sviðum starfsmenntunar.

Nánar...
 

Hatursáróður: Við berum öll ábyrgð

Prentvæn útgáfa

pillay

Navi Pillay Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna skrifar:
 
Seth Walsh var þrettán ára gamall þegar hann hengdi sig í garði heimilis sins í Tehachapi í Kaliforníu í síðasta mánuði. Hann hafði mátt sæta þola stríðni og árásir sökum kynhneigðar sinnar bæði í skólanum og hverfinu.  Hann var í hópi sex táninga í Bandaríkjunum sem sviptu sig lífi í september vegna ágengni hatursmanna samkynhneigðra.   

Nánar...
 

Er einhver þeirra er fæddur sem kona?

Prentvæn útgáfa


anna kristjansdottirErindi eftir Önnu Kristjánsdóttur flutt í Háskóla Íslands Íslands 16. nóvember 2009.

Einu sinni var ég ein í heiminum, kannski ekki alein því ég vissi af fólki þarna úti, en samt alein því fólkið þarna úti var svo fjarlægt. Ég minnist þess er ég á unglingsárunum heyrði fyrst af breskum sjómanni sem hafði farið í gegnum aðgerðarferli í Marokkó og orðið kona, að ég öfundaði hana útaf lífinu því sjálf átti ég í mikilli tilfinningabaráttu. Ég hafði sjálf alist upp með konu inni í mér og þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja neinum frá tilfinningunum mínum.

Nánar...
 

Don‘t ASK... Don‘t TELL

Prentvæn útgáfa

Í mánuðinum sem leið vakti það töluverða athygli vestan hafs að Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði gefin kosningaloforð sín um að afnema kindarlega lagasetningu Bills Clintons forvera síns frá 1993 sem mismunar samkynhneigðu fólki að þjóna í Bandaríkjaher, flota, flugher og landhelgisgæslu. Orðin „ég mun afnema Don‘t ask, don‘t tell, því lofa ég ykkur“ lét Obama forseti falla í formlegu boði hjá einu af réttindabaráttufélögum samkynhneigðra þar vestra, hinu sk. Human Rights Campaign kvöldið fyrir mikla kröfugöngu trans, sam- og tvíkynhneigðs fólks í höfuðborginni Washington, D.C. þann 11. október síðastliðinn.

Nánar...
 

Mikilvægt skref í baráttunni gegn hatursglæpum

Prentvæn útgáfa

 

Gay American Flag

Nýlega skrifaði Barack Obama undir nýja löggjöf gegn hatursglæpum sem kennd er við Matthew Shepard og James Byrd (Matthew Shepard & James Byrd Jr. Hate Crimes Prevention Act). Hin nýja löggjöf er stórt skref í baráttunni gegn hatursglæpum og kemur í stað eldri löggjafar sem ekki náði yfir glæpi þar sem ráðist var á einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra eða kynímyndar (gender identity).

Með tilkomu löggjafarinnar verður auðveldara að fylgja eftir málum þar sem ráðist hefur verið gegn einstaklingum á grundvelli kynhneigðar eða kynímyndar og grípa til nauðsynlegra aðgerða. 281 þingmenn demókrata og 44 þingmenn repúblikana greiddu hinni nýju löggjöf atkvæði sitt en 15 demókratar og 131 repúblikanar greiddu atkvæði á móti, 6 þingmenn sátu hjá.
Nánar...
 

Íþróttastarfið nauðsynlegt í samfélagi samkynhneigðra

Prentvæn útgáfa

Skemmtilegt viðtal við Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur og Vilhjálm Inga Vilhjálmsson í íþróttafélaginu Styrmi. Þau segja íþróttastarfið vera nauðsynlegt í samfélagi samkynhneigðra og segir Vilhjálmur Ingi að félagið hafi verið honum ómetanlegt stuðningsnet þegar hann kom út úr skápnum í vetur. Sara McMahon ræddi við Hafdísi Erlu og Vilhjálm Inga um fordóma, samstöðu og glæstan árangur Styrmismanna á hinum nýafstöðnum Outgames-leikum. Viðtalið birtist í Fréttablaðinu 8. ágúst 2009 og má nálgast það hér.

 

Á sumarvegi

Prentvæn útgáfa

 

Á sumarvegi

Á sumarvegi. Áhugaverður þáttur um samkynhneigð í umsjón Þorvaldar Kristinssonar. Í þættinum Á sumarvegi kallar Þorvaldur Kristinsson fram raddir nokkurra Íslendinga sem í tímans rás hafa lagt í sín sérstöku leit að frelsinu, raddir sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt ást á sitt eigið kyn. Elstu minningabrotin í þættinum eru nær 130 ára gömul og þau yngstu frá okkar dögum. Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Þorvaldur Kristinsson hefur í þrjátíu ár lagt málstað lesbía og homma lið og víða fjallað í ræðu og riti um sögu og reynslu samkynhneigðra á Islandi. Þátturinn var fluttu á Rás 1. 10. júlí 2009. Smellið HÉR til að hlusta á þáttinn
 

Fagnaðarfundur 40 árum eftir Stonewall

Prentvæn útgáfa


0906-s78-mannrettindaverdlaun2
„Ég hélt ég yrði allan daginn að finna þetta!“ var haft eftir einni samkynhneigðri miðbæjarrottunni þegar hún skilaði sér loks á 31 árs afmælishátíð Samtakanna 78 laugardaginn 27. júní síðastliðinn. Vel eftir áætlaðan opnunartíma hátíðarinnar. Hátíðin var til tilbreytingar haldin utandyra, í fallegu rjóðri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og var viðkomandi miðbæjarrotta ekki ein um að vera lengi að finna hátíðarsvæðið.

Nánar...
 

Mannréttindi Transfólks

Prentvæn útgáfa

 

anna jonna armannsdottir2

Góðu áheyrendur. Ég er transkona en ég er engu að síður kona, rétt eins og t.d. svartar konur eru konur. 

Ég skil orðið kynvitund þannig að það á við djúpstæða innri tilfinningu sérhverrar manneskju og einstaklingsbundna upplifun hennar á kyni, sem getur samsvarað eða verið andstæð því kyni sem hún var talin hafa við fæðingu. Eitt af vandamálum transfólks á Íslandi, hefur verið að við höfum ekki átt íslensk orð yfir þessi hugtök sem eru vel þekkt í öðrum tungumálum.

Vandamál transfólks eru nátengd vandamálum samfélagsins og vandamál samfélagsins eru vandamál transfólks. Kynjamisrétti er vandamál transfólks því transfólki er mismunað eftir kyni. Kynþáttahatur er vandamál transfólks, því transfólki er mismunað eftir lit og lögun húðarinnar.  Steinn Steinarr lýsir þessu svo vel í síðustu tveimur línum ljóðsins Heimurinn Og Ég: því ólán mitt er brot af heimsins harmi og heimsins ólán býr í þjáning minni.

Nánar...
 

Virðingin fyrir fjölbreytileikanum

Prentvæn útgáfa


frosti jonssonSamtökin ’78 hafa á undanförnum 30 árum unnið ötullega að því að rjúfa þögnina og skapa hinsegin fólki vettvang þar sem virðing er borin fyrir margbreytileikanum. Virðing fyrir því að hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transgender fólk fái að vera til á sínum eigin forsendum en ekki á forsendum annarra.

Það að fólki sé sýnd virðing án þess að spurt sé um stétt, stöðu, trú eða kynhneigð á að vera einn af hornsteinum samfélagsins sem við búum í. Virðing fyrir fjölbreytileikanum og fyrir því að við þurfum ekki öll að vera eins.

Nánar...
 

VIÐTAL VIÐ GWEN HAWORTH LEIKSTJÓRA "SHE´S A BOY I KNEW" SEM SÝND ER Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ

Prentvæn útgáfa

Gwen Haworth kvikmyndagerðarmaður frumsýnir á Íslandi kvikmynd sína - Hún er strákur sem ég þekkti – á laugardaginn 27. september 2008. Þetta er mjög náin og persónuleg lýsing á breytingaskeiði hennar úr karlkyns í kvenkyns (en: male to female skst. MTF) þar sem hún beinir myndavélinni að sér sjálfri og fær fjölskyldu og vini til að tjá sig.

Nánar...
 

Breyttir tímar

Prentvæn útgáfa

 

frosti jonssonÍ 30 ár hafa Samtökin ’78 unnið að bættum réttindum homma og lesbía á Íslandi með eftirtektarverðum árangri. Viðhorf hafa breyst og lagalegri mismunun nánast verið eytt. Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á breyttar áherslur í starfi Samtakanna ‘78.

Þessar áherslur koma meðal annars fram í fræðslustarfi félagsins. Jafningjafræðsla í grunn- og framhaldsskólum hefur lengi vel verið veigamesti þátturinn í fræðslustarfi félagsins en óskir fagfólks m.a. í skólum og starfsfólki heilbrigðisstétta hafa aukist til muna. Við þessu hefur verið brugðist eftir bestu getu en nú er svo komið að óskir um fræðslufundi eru mun fleiri en félagið hefur getað annað. Áhugi sveitarfélaga á þjónustu sem Samtakökin ’78 og þeirri þekkingu sem félagið býr yfir ber e.t.v. vitni um breytta tíma. Það er því fagnaðarefni að þegar hafa nokkur sveitarfélög gert þjónustustamning við Samtökin ‘78 þar sem markmiðið er m.a. að efla fræðslu til fagfólks í sveitarfélögunum.

Nánar...
 

Þing foreldra og aðstandenda samkynhneigðra í Þýskalandi

Prentvæn útgáfa

Guðrún RögnvaldardóttirHelgina 24. – 25. nóvember 2007 sótti ég þing þýsku foreldrasamtakanna BEFAH (www.befah.de), sem haldið var í Hamborg. Foreldrasamtökin voru að halda upp á 10 ára afmæli sitt, en félög í ýmsum borgum Þýskalands eru eldri, það elsta einmitt í Hamborg og var að fagna 25 ára afmæli sínu.

Nánar...
 

Fræðsla út um allt!

Prentvæn útgáfa

 

Katrín JónsdóttirEftirspurn eftir fræðslu í grunnskólum og framhaldsskólum  hefur verið mjög lífleg í vetur og hafa krakkarnir í jafningjafræðsluhópnum ekki getað annað eftirspurn. Það er auðvitað bagalegt að geta ekki komið í alla skólanna sem óska eftir fræðslu frá okkur en líka hið besta mál að jafningjarnir skuli vera svona vinsælir. Samtökin´78 hafa staðið fyrir fræðslufundum síðan árið 1979 og hafa heimsóknir í skóla og félagsmiðstöðvar áunnið sér fastan sess í starfi þeirra.

Í mörgum skólum er jafningjafræðslan  hluti af kennslu í lífsleikni og margir kennarar gera hreinlega ráð fyrir heimsóknum jafningjanna á hverjum vetri. Landsbyggðin er líka að taka vel við sér og berast óskir um heimsóknir frá öllu landinu. Það er því alveg ómetanlegt að jafningjarnir á Akureyri skuli standa sig eins vel  og raun ber vitni og geysast á fræðslufundi af miklum móð.

Nánar...
 

Q-ið er hinsegin

Prentvæn útgáfa

 

Brynjar SmáriÁ aðalfundi félagsins í lok mars var tekin sú ákvörðun að breyta nafninu til frambúðar, úr FSS yfir í Q. Kom þessi breyting í kjölfar endurskilgreiningar á undirtitli félagsins nokkrum mánuðum fyrr, úr ,,félagi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans stúdenta” í ,,félag hinsegin stúdenta”.

Þótti þessi nafnbreyting tímabær, ekki aðeins vegna stefnubreytingarinnar úr STT í hinsegin og því rofinna tengsla milli skammstöfunar og nafns, heldur einnig vegna endurskipulagningar sem nú fer fram innan félagsins. Í sumar mun birtast endurnýjað félag byggt á gömlum og traustum grunni, með nýtt útlit og skýrari stefnu.

Nánar...
 

Sólarmegin í lífinu

Prentvæn útgáfa

Guðjón Ragnar Jónasson

Fyrir sólardýrkendur og alla áhugamenn um spænska menningu var það mikið gleðiefni þegar Iceland Express hóf í lok síðasta árs reglulegt áætlunarflug til Barcelona á Spáni. Allt í kringum borgina er nefnilega að finna mikinn fjölda spennandi áfangastaða til að eyða sumarleyfinu.

Nánar...
 

Pistill frá formanni

Prentvæn útgáfa

 

Frosti JónssonÍ 30 ár hafa Samtökin ’78 unnið að bættum réttindum homma og lesbía á Íslandi með eftirtektarverðum árangri. Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á breyttar áherslur í starfi Samtakanna ‘78. Þessar áherslur koma meðal annars skýrt fram í fræðslustarfi félagsins og í áherslum í réttindabaráttu svo fátt eitt sé nefnt.

Fræðsla beinist í sívaxandi mæli að ólíkum hópum og kallar það á fjölbreyttari nálganir í fræðslustarfinu. Jafningjafræðsla í grunn- og framhaldsskólum hefur lengi vel verið viðamikill þáttur í fræðslustarfi félagsins. Þá berast félaginu sífellt fleiri óskir frá fagfólki, svo sem kennurum, námsráðgjöfum, og skólahjúkrunar-fræðingum um fræðslu. Við þessu hefur verið brugðist eftir bestu getu.

Nánar...
 

Ráðgjöfin er mikilvæg þjónusta við þá sem eru að koma út

Prentvæn útgáfa

Guðbjörg OttósdóttirFélagsráðgjöf Samtakanna ’78 hefur verið starfrækt í nokkur ár en hjá  félaginu starfa tveir félagsráðgjafar, þær Anni Haugen og Guðbjörg Ottósdóttir. Ráðgjöfin en mikilvæg þjónusta við þá sem eru að „koma út“ sem samkynhneigðir einstaklingar en ekki síður  fyrir foreldra og aðstandendur sem leita svara við þeim ótal spurningum sem vakna þegar einhver nákominn kemur út úr skápnum. 

Nánar...
 

Mikilvægt að bæta réttarstöðu transgender fólks á Íslandi

Prentvæn útgáfa

Anna Jonna ÁrmannsdóttirRéttarstaða og félagsleg staða transgender fólks á Íslandi er afar veik og óljós. Á Íslandi eru engin sérstök lög í gildi um málefni transgender fólks líkt og í mörgum nágrannalanda okkar og margar hindranir sem standa í vegi fyrir lagalegri viðurkenningu og læknisfræðilegri meðferð.

Nánar...
 

Málþing um Lýðheilsu

Prentvæn útgáfa

Frosti JónssonÞann 3. nóvember 2007 var haldið málþing um lýðheilsu í ráðstefnusal Lauga í Laugardal.  Á málþinginu var lýðheilsa rædd frá ýmsum hliðum en lýðheilsa snýr að því að viðhalda og bæta heilsu, líðan og aðstæður þjóða og þjóðfélagshópa með almennri heilsuvernd,  heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu, rannsóknum og samfélagslegri ábyrgð.

Nánar...
 

Fræðsló mættur!

Prentvæn útgáfa

Katrín JónsdóttirÉg byrjaði sem fræðslustjóri Samtakanna´78 í ágústlok á síðasta ári og tíminn hefur algjörlega flogið af stað!. Í stuttu máli þá snýst stór hluti af mínu starfi um að efla fræðslu um samkynhneigð í grunnskólum Reykjavíkur í samstarfi við Menntasvið Reykjavíkurborgar og FAS. Þá er ekki einungis átt við fræðslu til krakkana heldur aðallega til kennara og starfsfólks grunnskólanna.

Nánar...
 

Stígum skrefið til fulls

Prentvæn útgáfa

Hrafnkell StefánssonÁrið 1985 var þingsályktunartillaga um afnám misréttis gagnvart samkynhneigðu fólki í fyrsta sinn borin fram á Alþingi. Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar þar sem hún dagaði uppi. Skriður komst ekki á málið fyrr en sjö árum síðar þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þá þingmaður Kvennalistans bar það óbreytt upp að nýju í félagi við Össur Skarphéðinsson, Ólaf Þ. Þórðarson, Guðrúnu Helgadóttur og Einar Kr. Guðfinnsson.

Nánar...
 

Þeir mismuna - við mótmælum - það ber árangur!

Prentvæn útgáfa

hilmar magnusson

 

 

 

 

 

Nicuragua mun brátt fella úr gildi lög sem banna mök fólks af sama kyni, en við slíku "broti" hefur legið allt að þriggja ára fangelsi. Skemmst er að minnast þess að Verndarvættirnar, undir alþjóðlegri forystu Amnesty International, beindu spjótum sínum sérstaklega að Nicaragua nú á haustdögum fyrir að ganga gegn ýmsum ákvæðum í alþjóða mannréttindalögum. Vættirnar gengu í þessu augnamiði á fund Margrétar S.Björnsdóttur ræðikonu Nicaragua á Íslandi, afhentu henni mómælaskjal til þarlendra stjórnvalda og kröfðust afnáms sódómalaganna.

Nánar...
 

Kirkjan og kynvillan: Kirkjan í ólgusjó samtímans

Prentvæn útgáfa

s78Það verður fróðlegt að vita hvaða augum fólk lítur á samþykkt Kirkjuþings árið 2007 um aðildarrétt að hjónabandi eftir svona 20-30 ár. Ég er að hugsa um að stofna veðbanka um það hvort samþykktin verður talin bera vott um þröngsýni og íhaldssemi genginna kynslóða (sem ég veðja á) eða óþolandi frjálslyndi fólks sem misskildi kristna kenningu eða var sama um hana.

Nánar...
 

Hjónaband og staðfest samvist: "Sænska leiðin" - Orðræða aðskilnaðar

Prentvæn útgáfa

s78Í umræðu um kynhlutlausa hjónabandslöggjöf á Íslandi og hlutverk kirkju í hjónavígslu hefur borið á að vísað er til hinnar svokölluðu „sænsku leiðar” sem hugsanlegri lausn á óeiningu innan íslenskrar þjóðkirkju hvað varðar aðkomu hennar að hjónabandi/staðfestri samvist samkynhneigðra. En hver er þessi „sænska leið” og hvað er að gerast í umræðunni um kynhlutlaust hjónaband og aðkomu kirkjunnar að því í Svíþjóð?

Nánar...
 

Bleiki markaðurinn

Prentvæn útgáfa

Axel HallHagfræðin lætur sig margt varða.  Fræðigrein sem fjallar um skort efnislegra gæða og það val sem hlýst í kjölfarið getur t.d. varpað ljósi á ýmsa hagræna þætti kynhegðunar.  Kynhegðun er auðvitað ekki annað en ein af mörgum breytum sem hefur áhrif á einstaklinga og þátttöku þeirra í efnahags- og atvinnulífi.  Slík breyta og áhrif hennar eru spennandi rannsóknarefni.  Spurningar eins og hvaða áhrif kynhneigð hafi á menntun, laun, fjölskyldumynstur o.s.frv. koma óhjákvæmilega í hugann. 

Nánar...
 

Samtökin '78 - hinsegin í hnattvæddum heimi

Prentvæn útgáfa

Hilmar MagnússonEftir að ný stjórn Samtakanna 78 tók til starfa á vordögum, var hafist handa við að móta alþjóðastarf félagsins og hefur nýr stjórnarmaður, Hilmar Magnússon haft umsjón með þessum þætti starfseminnar. Fljótlega var hafist handa við að móta stefnu í málaflokknum og í lok apríl voru á trúnaðarráðsfundi kynntar tillögur að markmiðum og aðgerðum. Í því skyni var gefið út lítið rit er fékk nafnið „Hinsegin útrás mannréttinda.“

Nánar...
 

Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til hinsegin fólks

Prentvæn útgáfa

Samtökin 78Þó ýmislegt bendi til aukins umburðarlyndis verður hinsegin fólk fyrir aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar sinnar hér á landi. Neikvæð viðhorf og fordómar eru í skólum eins og í samfélaginu almennt. Sem dæmi um hvernig þessir fordómar birtast má nefna að orð yfir samkynhneigð eru vinsæl skammaryrði meðal nemenda.

Nánar...
 

Lesbísk stjórnmálakona skekur þingheim í Japan

Prentvæn útgáfa

SamtökinVopnuð giftingarhring og háum hugsjónum marserar Kanako Otsuji inn á þing í Japan þessa dagana og er þar með fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins. Markmið hennar er aðeins eitt: Að breyta gangi sögunnar. Fyrr í sumar giftist Kanako unnustu sinni til fjögurra ára, Maki Kimura, á Gay Pride hátíð í Nagoya, Japan.

Nánar...
 

Hinsegin neytendur

Prentvæn útgáfa

 

Gísli TryggvasonHlutverk talsmanns neytenda er þríþætt - áhrif til úrbóta, varðstaða um hagsmuni og réttindi neytenda og kynning á réttarreglum sem varða neytendur sérstaklega. Í tilefni Hinsegin daga vil ég kynna stuttlega réttarreglur sem tengjast mismunun vegna kynhneigðar eða annarra ómálefnalegra ástæðna.

Nánar...
 

Hátíðarræða á Hinsegin dögum 2007

Prentvæn útgáfa

Guðfríður Lilja GrétarsdóttirKæru hátíðargestir.

Það er alla daga gott að vera gay. Mér liggur við að segja að það sé einstakt lán alla daga árið um kring. En í dag er það ekki bara gott, það er miklu betra en gott.

Nánar...
 

Hátíðarræða formanns Samtakanna '78, 27. júní 2006

Prentvæn útgáfa

Hrafnhildur GunnarsdóttirHerra forsætisráðherra Geir H. Haarde, Frú Vigdís Finnbogadóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarstjóri og aðrir hátíðargestir. Kæru vinir! Til hamingju með daginn! Til hamingju með þau lög sem taka gildi í dag og þennan mikilvæga áfanga í átt að jafnrétti til handa samkynhneigðum. Til hamingju Íslendingar með að búa í þjóðfélagi sem lætur jafnrétti sig máli skipta.

Nánar...
 
Síða 1 af 3

Sérkjör til félaga

Kiki

Laugavegi 22

Happy Hour-tilboð fyrir meðlimi Samtakanna ´78!

Á fimmtudögum fá meðlimir Happy Hour til 23 í stað 22 sem og Happy Hour-verð á veigum til kl. 01 um helgar!

Stór bjór á 500 kr.- og léttvín á 600 kr.- gegn framvísun félagsskírteinis

Vissir þú?

Viljum benda öllum á Doxwise, samnorrænu  myndbandadagbækurnar á vef mbl, en meðal þáttakenda er Hlöðver Pálsson. Hlöðver býr í Hnífsdal ásamt sambýlismanni sínum og dóttur. Endilega tékkið á þessu! Hlekkur gjöriði svo vel: Myndbandsdagbækur með hinsegin brag


telefon dinleme sistemi telefon dinleme yazılımı telefon dinleme programı telefon dinleme cihazı