Hinsegin kórinn


Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni. 

Tilgangur kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman. 

altÞá vill kórinn vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks. Kórinn mismunar ekki á grundvelli kynhneigðar og er því öllum opinn. Raddpróf eru að jafnaði haldin tvisvar á ári, við upphaf haust- og vorannar.

Hinsegin kórinn á aðild að Legato, samtökum hinsegin kóra um allan heim.


Almennar upplýsingar:

Hinsegin kórinn, kt. 660911-0650
Aðsetur: Laugavegi 3, 4. hæð, 101 Reykjavík 
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Formaður: Gunnlaugur Bragi, s. 869-2979
Stjórnandi: Helga Margrét Marzellíusardóttir

Æfingar

Kórinn æfir að jafnaði vikulega og eru æfingar á mánudögum milli kl. 19:30 og 22:00 í sal Samtakanna '78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri, bæði á sjálfstæðum tónleikum og við önnur tilefni. Kórinn kom fram á Hinsegin dögum í Færeyjum í júlí 2012 en fleiri ferðalög innalands og erlendis eru á döfinni, m.a. á kóramót í Dublin 2014.  

Kórstjóri og stjórn

Stjórnandi Hinsegin kórsins er söngkonan Helga Margrét Marzellíusardóttir
Helga MargrétHelga Margrét stundar B.Mus. nám við Listaháskóla Íslands. Aðalkennari hennar í Listaháskólanum er Elísabet Erlingsdóttir. Einnig hefur hún síðastliðið ár verið einkanemandi Gunnsteins Ólafssonar kórstjóra og tónskálds og aðstoðað Gunnstein við æfingar Háskólakórsins og sungið einsöng með kórnum við ýmis tækifæri. Helga Margrét stýrir kór Verzlunarskóla Íslands en hefur áður m.a. starfað við tónlistarkennslu í Tónlistarskólanum á Ísafirði og stjórnað skólakórum Hvassaleitis- og Álftamýrarskóla og Drengjakór Landsbankans.

Stjórn kórsins er skipuð sem hér segir:

Gunnlaugur Bragi, formaður, sími: 869-2979.
Sigríður Rósa Snorradóttir, gjaldkeri
Auður Emilsdóttir, ritari
Anita Rübberdt, raddformaður (alt)
Gísli Ólason Kærnested, raddformaður (tenór)
Rakel Snorradóttir, raddformaður (sópran)
Sólver H. Sólversson, raddformaður (bassi) 

Netfang stjórnar kórsins er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


alt

Helga Margrét, kórstjóri, og Gunnlaugur Bragi, formaður, á góðri stund.


Bókanir

Hinsegin kórinn tekur að sér söng við ýmis tækifæri, þar má nefna veislur og uppákomur af ýmsu tagi, árshátíðir, brúðkaup og fleira. Til að bóka er hægt að senda póst á netfang kórsins, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband við formann Hinsegin kórsins Gunnlaug Braga í síma 869-2979

Vefsíða

Sjá einnig facebook-síðu kórsins: https://www.facebook.com/hinseginkorinn

 

 

Hinsegin kórinn á aðild að:

alt

 

alt

 

| Efnisflokkur: Starfshópar |