Samtökin 78

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Forsíða Þjónusta Bókasafn

Bókasafn

Prentvæn útgáfa

Bókasafn Samtakanna ´78 er opið alla virka daga frá 13.00-17.00 og yfir veturinn á fimmtudögum frá 20.00-23.00. Safnið geymir mikið og fjölbreytt efni sem varðar líf, sögu og menningu hinsegin fólks – bækur, tímarit, fræðiritgerðir, blaðaúrklippur og kvikmyndir. Hvergi hér á landi er jafn mikill safnkostur saman kominn um þau málefni, og reyndar er safnið af mörgum talið með þeim merkari sinnar tegundar í Evrópu. Um 40% af bókakostinum eru fræðibækur en 60% skáldskapur.

Megnið af bókunum er á ensku, en nokkuð á Norðurlandamálum. Þorvaldur Kristinsson annast umsjón með safnsinu en Jón Sævar Baldvinsson, bókasafnsfræðingur annast skráningu gagna og samskipti við Landskerfi bókasafna. Hægt er að skrifa Þorvaldi á thorvaldur.kristins@simnet.is ef spurningar vakna varðandi leit að efni. Bókasafnið er opið öllum almenningi gegn vægu gjaldi og safnkostur þess er skráður á Landskerfi bókasafna, Gegni.

Bókasafnið hefur það að markmiði að auðvelda öllum almenningi aðgang að útgáfuefni sem tengist menningu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks. Lögð er sérstök áhersla á að mæta óskum um efni sem varðar reynslu þeirra, líf og sögu hinsegin fólks, en jafnframt er leitast við að þjóna fræðimönnum og nemendum sem vinna að rannsóknum á háskólastigi.

Opnunartími:

Opið er á skrifstofutíma; alla virka daga kl. 13.00-17.00, og yfir vetrarmánuðina á fimmtudagskvöldum kl. 20.00-23.00.

Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Samtakanna '78 í síma 552 7878. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skrifstofa@samtokin78.is

 

Sérkjör til félaga

Kiki

Laugavegi 22

Happy Hour-tilboð fyrir meðlimi Samtakanna ´78!

Á fimmtudögum fá meðlimir Happy Hour til 23 í stað 22 sem og Happy Hour-verð á veigum til kl. 01 um helgar!

Stór bjór á 500 kr.- og léttvín á 600 kr.- gegn framvísun félagsskírteinis

Vissir þú?

Fengum tvo áhugaverða pósta sem okkur langar til að deila með ykkur:

Hæ hæ ,

Mig langaði að benda ykkur á að Leikhópurinn Lotta er að sýna sýningu sem heitir Hrói Höttur og er blanda af Þyrnirós og Hróa Hetti. Í sýningunni er dásamleg og falleg fyrirmynd af hinsegin einstaklingum (í ævintýrinu sjálfu) og mér finnst sem samkynhneigðu foreldri algjörlega nauðsynlegt að við fáum fólk til að sjá sýninguna.

Ég er búin að fá sérstakt tilboð fyrir hinsegin fólk sem er 1000 kr miðinn í staðinn fyrir 1900 og við ætlum að fjölmenna þann 30.júlí.

Miðar eru pantaðir í gegnum mig (kollaskafta@gmail.com) og afhentir á staðnum.

Kv,
Kolla

 

Eins barst okkur ábending frá Bíó Paradís um EYE ON FILMS prógrammið þeirra sem rúllar í sýningu frá 11. júlí til 31. ágúst, en meðal þeirra mynda sem sýndar eru er myndin "Before You Know It", bandarísk heimildamynd um hinsegin eldri borgara. Mælum með því að allir kíki á stikluna sem finna má hér


telefon dinleme sistemi telefon dinleme yazılımı telefon dinleme programı telefon dinleme cihazı