Uppfært: Félagsmiðstöðin opnaði á nýjum stað á Suðurgötu 3 þann 3. október 2015 og við erum að leggja lokahönd á dagskrá vetrarins.

 

Öflugra starf með nýrri félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin verður heimili Samtakanna '78 og þeirra fjölmörgu starfs- og stuðningshópa sem starfa á vettvangi félagsins. Þar er fyrirsjáanleg ákveðin gerjun, t.d. með áætlunum um eflingu ungliðastarfs og hópa fyrir m.a. hinsegin útlendinga á Íslandi, hælisleitendur og flóttafólk. Eins er gert ráð fyrir því að fjölmörg sjálfstæð félög innan hinsegin samfélagsins hafi aðsetur hjá Samtökunum á Suðurgötunni, eins og þau höfðu áður á Laugavegi 3.

|