Samtökin 78

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Forsíða Þjónusta Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöð

Prentvæn útgáfa

 

Síðast uppfært 13. mars 2015

Ný félagsmiðstöð að Suðurgötu 3

Nú standa yfir framkvæmdir við menningar- og þjónustumiðstöð Samtakanna '78 í nýju og björtu húsnæði á jarðhæð að Suðurgötu 3. Samtökin festu kaup á húsnæðinu árið 2014 og var meginmarkmiðið með kaupunum að auka aðgengi félagsfólks og annarra að samtökunum og gera þau sýnilegri.

Miklar og ófyrirséðar tafir við framkvæmdir

Framkvæmdir við húsnæðið hafa staðið yfir síðan í haust, en ýmislegt hefur tafið verkið. Ber þar helst að nefna ófyrirséðar tafir vegna úttekta, útgáfu byggingarleyfa og nýs samnings um eignaskiptalýsingu á eigninni. Einnig þurfti að leggjast í talsvert meiri framkvæmdir en upphaflega var áætlað, bæði til að mæta kröfum um gott aðgengi, en einnig til að endurnýja úr sér gengnar pípulagnir o.fl. Þá á eftir að komast fyrir leka á einum stað í húsnæðinu. Stjórn félagsins biðst afsökunar á þessum töfum og þakkar um leið félagsfólki fyrir auðsýnda þolinmæði. 

Góður gangur í framkvæmdum og stefnt á opnunarhóf í apríl

Þegar þetta er skrifað, 13. mars 2015, er farið að sjá fyrir endann á framkvæmdum. Öllu múrbroti, múrhúðun og vinnu við styrkingu á burðarvirki er lokið. Uppsetningu veggja er lokið og klæðning þeirra á lokastigi. Loftræstikerfi hefur verið sett upp. Innréttingar og hurðir eru í pöntun og nú fer í hönd vinna við fágang og málun veggja. Þá er eftir frágangur á snyrtingum, málningarvinna, vinna við rafmagn og lýsingu, lofta- og gólfefnafrágangur. Það er heilmikill frágangur eftir - en góður gangur í framkvæmdum. Það er því von stjórnar að hægt verði að efna til innflutningshófs í apríl og hefja formlega starfsemi á nýjum stað.

Öflugra starf með nýrri félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin verður heimili Samtakanna '78 og þeirra fjölmörgu starfs- og stuðningshópa sem starfa á vettvangi félagsins. Þar er fyrirsjáanleg ákveðin gerjun, t.d. með áætlunum um eflingu ungliðastarfs og hópa fyrir m.a. hinsegin útlendinga á Íslandi, hælisleitendur og flóttafólk. Eins er gert ráð fyrir því að fjölmörg sjálfstæð félög innan hinsegin samfélagsins hafi aðsetur hjá Samtökunum á Suðurgötunni, eins og þau höfðu áður á Laugavegi 3.

Menningar- og þjónustumiðstöð
 

Sérkjör til félaga

Supersub

Nýbýlavegi 32

10% afsláttur

Vissir þú?

Fengum tvo áhugaverða pósta sem okkur langar til að deila með ykkur:

Hæ hæ ,

Mig langaði að benda ykkur á að Leikhópurinn Lotta er að sýna sýningu sem heitir Hrói Höttur og er blanda af Þyrnirós og Hróa Hetti. Í sýningunni er dásamleg og falleg fyrirmynd af hinsegin einstaklingum (í ævintýrinu sjálfu) og mér finnst sem samkynhneigðu foreldri algjörlega nauðsynlegt að við fáum fólk til að sjá sýninguna.

Ég er búin að fá sérstakt tilboð fyrir hinsegin fólk sem er 1000 kr miðinn í staðinn fyrir 1900 og við ætlum að fjölmenna þann 30.júlí.

Miðar eru pantaðir í gegnum mig (kollaskafta@gmail.com) og afhentir á staðnum.

Kv,
Kolla

 

Eins barst okkur ábending frá Bíó Paradís um EYE ON FILMS prógrammið þeirra sem rúllar í sýningu frá 11. júlí til 31. ágúst, en meðal þeirra mynda sem sýndar eru er myndin "Before You Know It", bandarísk heimildamynd um hinsegin eldri borgara. Mælum með því að allir kíki á stikluna sem finna má hér


telefon dinleme sistemi telefon dinleme yazılımı telefon dinleme programı telefon dinleme cihazı