Mynd: Halla Þórlaug Ásgeirsdóttir, gayiceland.is 

Ert þú í leit að hinsegin félagslífi? 

Félagsmiðstöðin að Suðurgötu 3 er heimili Samtakanna '78. Hún er öllum opin og aðgengileg fyrir fólk með hreyfihömlun. 

Á fimmtudögum er opið hús hjá okkur að Suðurgötu 3 frá kl. 20-23. Þar eru öll velkomin, hinsegin og ekki hinsegin, þau sem eru nýliðar, reynd í bransanum, vinir, velunnarar og fjölskyldumeðlimir. Tökum vel á móti öllum!

Á staðnum er selt gos, kaffi, te og sætindi. Við erum ekki komin með vínveitingaleyfi en þú mátt koma með þínar eigin veigar.

 

Dagskráin á Suðurgötu 3

Fylgstu einnig með á Facebook síðu okkar!

 

Reglulegir viðburðir:

Alla fimmtudaga kl. 20:
Opið hús

Alla föstudaga frá 21:
Q félag hinsegin stúdenta, opið hús. 

Alla sunnudaga kl. 19:30:
Opið hús fyrir 14-20 ára. 

Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20:
Opið hús Intersex Ísland, hefst í des 2015. 

Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20:
Opið hús á vegum Trans Ísland

Þriðja miðvikudag hvers mánaðar kl. 18:
Wotever kvöld, hinsegin listamenn stíga á stokk. Open mic. 

Síðasta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20:
Stuðningshópur fyrir aðstandendur trans fólks. Sjá nánar hér.

Fyrsta sunnudag hvers mánaðar:
Foreldramorgnar 11 -13. Foreldrar og börn velkomin!

Fimmtudagskvöldin:

15. október: Hinsegin prjónaklúbburinn sér um að halda stemningunni extra kósý þetta kvöld. Hvort sem þú er handlagin/n/ð eða ei ertu velkomin/n/ð í kaffi, spjall og súkkulaði.

22. október: Dj-kvöld með Öldu Villiljós. hinsegin tónlist flæðir um svæðið.

29. október: Leiðsögn um myndlistarsýninguna í Gallerý ´78.

5. nóvember: Nýliðakvöld, opið hús, ráðgjafar spjalla. 

12. nóvember: Pop quiz. Skemmtileg spurningkeppni þar sem gestir og gangandi keppa saman í liðum. Einnig hægt að slaka á og fylgjast með.

19. nóvember: Erica Pike fjallar um ástir karla í bókmenntum.

26. nóvember: Borðspilakvöld. Reyndir borðspilanjerðir mæta með nokkur spil, kennsla í boði. Einnig má koma með sín eigin spil.

3. desember: Kakósúpa í boði í tilefni desemberbyrjunar.

10. desember: Opið hús, tileiknað hinsegin fólki af erlendum uppruna.

17. desember: Afjólastressun, piparkökur og glassúr á staðnum fyrir handlagna málara.

|