Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 4. mars 2018 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 29. janúar 2018. Framboðsfrestur rann út þann 18. febrúar fyrir framboð í stjórn en framboðsfrestur í trúnaðarráð rennur ekki út fyrr en á fundinum sjálfum.

Hér að neðan má sjá framboð og framboðskynningar í trúnaðarráð. Framboð og tilkynningar til stjórnar má sjá hér.

Framboð í trúnaðarráð (10 framboð af 10)
Skoðunarmenn reikninga (2 framboð af 2)

 

Framboð í trúnaðarráð

Jóhann G. Thorarensen
 
1.1 Nafn og aldur.
Jóhann G. Thorarensen, 46 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
MA í ensku auk kennsluréttinda. Hef verið trúnaðarmaður kennara bæði í grunnskóla og framhaldsskóla, hef setið í stjórn Félags enskukennara á Íslandi og í stjórn Félags framhaldsskólakennara. Er starfandi enskukennari og tölvuumsjónarmaður í Menntaskólanum við Sund.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram).
Er fráskilinn faðir þriggja dætra. Er í sambúð. Á þrífættan kött.
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Hef verið í trúnaðarráði Samtakanna ´78 í tvö kjörtímabil, verið annar hluti ljóðakvöldanna VoVo (við og vinir okkar) auk þess að sjá um opin hús á fimmtudagskvöldum.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég hef mestan áhuga á að auka sýn samfélagsins á hinsegin listamenn og hinsegin list. Einnig get ég komið að notum við að auka sýnileika hinsegin fólks í framhaldsskólum en þar hefur verið oft á tíðum skortur á þeim hópi.
 
3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Nei, það held ég ekki.
 
 
Ragnhildur Sverrisdóttir 
 
1.1 Nafn og aldur
Ragnhildur Sverrisdóttir, 57 ára.
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Lögfræðingur, blaðamaður á Morgunblaðinu í 25 ár, upplýsingafulltrúi Novator sl. 8 ár.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Kvænt Hönnu Katrínu Friðriksson og önnur mamma Elísabetar og Margrétar, 17 ára tvíbura.
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Sat í stjórn S78 um tíma á 9. áratug síðustu aldar. Tók m.a. þátt í kynningarfundum S78 í framhaldsskólum á þeim tíma.
Félagi í Hinsegin kórnum frá hausti 2015.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég tel þörf á að skerpa á hlutverki trúnaðarráðs og samspili þess og stjórnar. Starfið á liðnu ári var rólegt og fátt fréttnæmt, en trúnaðarráð má ekki sofna á verðinum, því það getur fengið stór og erfið mál til umfjöllunar með skömmum fyrirvara og þá þarf hlutverk þess að vera skýrt og óumdeilt. 
 
 
Guðný Guðnadóttir
 
1.1 Nafn og aldur
Guðný Guðnadóttir, 38 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. Menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Er með sveinspróf í rafeindavirkjun, vinn sem rafeindavirki og verkefnastjóri.
Var í stjórn KMK (Konur með konum) í 2 ár og tók þátt í að skipuleggja og sjá um ýmsa viðburði á vegum félagsins.  Var virk í skátastarfi í áratug m.a. sem flokksforingi og starfaði í útilífsskóla skáta.
Var í trúnaðarráði Samtakanna ´78 síðasta ár.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Er í sambúð.  Á kött
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78
Hef séð um og aðstoðað við viðburði í Samtökunum og séð um opin hús.
Tók þátt í Samtakamættinum í bæði skiptin.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2017-2018 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Hef unnið með fólki á mismumandi stigum lífsins og hef mikinn áhuga á að starfa með fólki af öllu tagi og takast á við áskoranir fyrir Samtökin. Ég hef einfaldlega áhuga á fjölbreytileika mannlífsflórunnar og að við náum öll að vinna saman á sem bestan hátt.
 
3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Hef mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Samtökin ´78 og með fólkinu í félaginu. 
 
 
Guðrún Mobus Bernharðs
 
1.1 Nafn og aldur
Guðrún Mobus Bernharðs
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Vélfræðingur, pub-quiz, Halloween Iceland, málþing.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Í flóknu sambandi við sjálfa mig og fleiri.
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78
Sjálfboðaliðastarfsemi.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Áherslur trúnaðarráðs eiga ekki endilega að fylgja pólitískri stefnu frá minni hendi, en hinsvegar vonast ég til þess að mín reynsla af kynnum við hinsegin samferðamenn mína hafa orðið til þess að ég sé búin að safna að mér nægri þekkingu til þess að verða til góðs.
 
3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Er kinkí, pólí og queer, og langar til þess að koma einhverju af stuðningi Samtakanna til baka með jákvæðni og drifkraft.
 
 
Einar Þór Jónsson
 
1.1 Nafn og aldur
Einar Þór Jónsson, 58 ára.
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Þroskaþjálfi og trésmiður að mennt, með meistarapróf í lýðheilsu- og kennsluréttindum, auk diplómanáms í jákvæðri sálfræði. Undanfarin 10 ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra HIV Íslands auk fjölmargra annara verkefna við kennslu, ráðgjöf, verkefnastjórnun og námskeiðshalds á sviði heilbrigðismála,  hér á landi sem og erlendis. Síðastliðin ár setið í stjórn og jafnframt verið meðstjórnandi í framkvæmdaráði ÖBÍ.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Kvæntur Stig A. Vadentoft og hef eignast tvö fallegustu afabörn í heimi Rökkva Þór og Urði Ýr.
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Verið félagsmaður S78 vel á 4. áratug, u.þ.b 35 ár. Tók í þá daga þátt í ýmsum verkefnum og þá helst á  fyrstu árum HIV og alnæmis.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég tel gríðarlega mikilvægt að allt hinseginfólk á Íslandi finni að S78 eru þeirra baráttusamtök fyrir mannréttindum, samtök sem byggja á trausti, samstöðu og virðingu. Lýðheilsumál hinseginfólks eru mér hugleikin, kynheilbrigði, geð- og félagslegt heilbrigði og ekki síst málefni aldraðra.
 
 
Ásdís Óladóttir
 
1.1 Nafn og aldur.
Ásdís Óladóttir,  50 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Hef gefið út nokkrar ljóðabækur, Stunda nám í Listfræði við HÍ,
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Einstök
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Hef staðið fyrir mörgum bókmenntakvöldum og listsýningum fyrir Samtökin 78 og er einn af umsjónamönnum Gallerí 78.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.) 
Menning og listir eru hinsegin fólks ætti að vera sýnilegra sem aldrei fyrr á 40 ára afmæli félagsins.  Þekking mín og áhugi á listum nýtist félaginu. 
 
3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
 
 
Bjarndís Helga Tómasdóttir
 
1.1 Nafn og aldur
Bjarndís Helga Tómasdóttir. 35 ára.
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Kvikmyndafræðingur og meistaranemi í íslenskum bókmenntum.
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78
Hef síðustu tvö ár komið að starfi Hinsegin daga með skipulagningu hýrra húslestra og ljóðasamkeppni hinsegin daga. Ég hef fram að þessu ekki tekið beinan þátt í starfi Samtakanna- en kannski er komin tími til. 
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég þekki ekki mikið til starfa trúnaðarráðs en vil mjög gjarnan gera það núna. 
 
 
Brynjar H. Benediktsson
 
1.1 Nafn og aldur
Brynjar H. Benediktsson, 37 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Menntaður rafeindavirki. Hef reynslu af stjórnarsetu í félagasamtökum meðal annars BDSM á Íslandi. Ýmis störf innan skátahreifingarinnar fyrir nokkru síðan, meðal annars sem foringi og við viðburðaskipulagningu.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Er öryrki og nota þáttöku í starfi félagasamtaka til að halda mér félagslega virkum. Er í sambúð með barn og tvo ketti
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78
Hef setið sem fulltrúi BDSM á Íslandi í trúnaðar- og svo hagsmunaráði Samtakana 78 ásamt því að sjá stundum um opin hús þar á fimmtudögum.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.). Vera stjórn til halds og trausts, einnig myndi ég vilja reyna að virkja trúnaðarráð í að taka að sér verkefna vinnu fyrir félagið
 
 
Embla Orradóttir Dofradóttir
 
1.1 Nafn og aldur
Embla Orradóttir Dofradóttir, 24 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Stúdentspróf af málabraut og hugvísindasviði. 
Sat í stjórn Hinsegin Norðurlands frá 2011 til 2014, útbjó fræðsluefni og kom því á námsskrá allra grunnskóla Akureyrarbæjar árin 2012 og 2013. Sótti aðalfund IGLYO í Kaupmannahöfn fyrir hönd félagsins árið 2012.  Vann í sérfræðihópi með Unicef og Barnahúsi í tæp tvö ár, á tímabilinu 2012-2013, sem lagði til efni við gerð skýrslu um ofbeldi gagnvart börnum og unglingum á Íslandi. Sat í stjórn Fólkvangr, félags sem skipulagði og hélt fjölþjóðlegar sumarbúðir á Reykjum í Hrútafirði sumarið 2014. Sat í stjórn Q-félags hinsegin stúdenta í tvö ár, 2016-2018. Samdi og lagði fram lagabreytingar sem voru samþykktar á aðalfundi 2017. 
Tók þátt í Samtakamættinum 2017 og stýrði umræðu á einu borði. Hef aðstoðað við opin hús og tekið þátt í starfinu á margvíslegan hátt.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Einhleyp og barnlaus, leigi íbúð í miðbænum með vinafólki
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78
Ég vil tryggja áframhaldandi gott samstarf Samtakanna við þau félög sem ég hef sjálf starfað fyrir.
 
 
Ása Elín Helgadóttir
 
1.1 Nafn og aldur
Ása Elín Helgadóttir, 20 ára. 
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Er nemi í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og er á tanntæknabraut þar og sit í framkvæmdarstjórn Ungra Jafnaðarmanna. 
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Bý í Fossvoginum með meðleigjanda og ketti. Meirihluti fjölskyldu minnar býr á landsbyggðinni þar sem ég ólst að mestu leiti upp. 
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78
Ég hef ekki tekið að mér verkefni né verið mjög virk innan samtakanna. 
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég hef ekki tekið virkan þátt í samtökunum áður þannig ég kem þessvegna með sjónarhorn sem hefur ekki verið áður. 
 
 
Skoðunarmenn reikninga
 
Sigurjón Guðmundsson
 
1.1 Nafn og aldur
Sigurjón Guðmundsson „tæplega“  64 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Gagnfræðapróf  +  fyrra á í Framhaldsdeild Gagnfræðaskóla  -  ( Undanfari  fjölbrautar  ) -  „vipðskiptakjörsvið“  -  8. Stig frá Söngskólanum í Reykjavík  1984.  Bankastarfsmaður frá árinu 1979  -  áður Skattendurskoðandi hjá Skattstjóranum í Vestmannaeyjum  +  bókari hjá Rafveitu Vestmannaeyja.  Kórar, leikfélög ofl.þh. 
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Einhleypur og barnlaus
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Hef verið félagslega kjörin skoðunarmaður hjá Samtakanna '78  í mörg ár
 
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson
 
1.1 Nafn og aldur 
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, 30
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands (B.sc.) og heilsunuddari frá Boulder College of Massage Therapy. Stunda nú nám í Enterprising Leadership við Kaospilot skólann í Danmörku.
Hef frá árinu 2015 verið stjórnarmeðlimur í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík þar sem ég gegni stöðu yfir-viðburðastjóra. Önnur starfsreynsla er meðal annars markaðsetning og þróun, bókhaldi, viðburðastjórnun, sölufulltrúi, heilsunuddari og þjálfari, vaktstjóri og garðyrkjumaður.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur, Seltjarnarnesi, Vopnafirði og Laugum í Reykjadal þar sem ég fór í framhaldsskóla. Giftur Hannesi Páli Pálssyni, saman eigum við hundinn Strump. 
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78.
Gegndi stöðu gjaldkera félagsins 2013-2015. Helstu verkefni þess tíma var flutningur félagsins frá Laugavegi 3 yfir á Suðurgötu og söfnun fyrir hinsegin samtök  í Úganda.
 

1.1 Nafn og aldur