Hinsegin dagar eru á næsta leyti og líkt og síðustu ár mun Suðurgata 3 hýsa Hinsegin Kaupfélagið á meðan á hátíðinni stendur.

Vegna þessa verður rask á opnunartíma skrifstofu Samtakanna '78. Við minnum á tölvupóstinn This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en þar er hægt að ná á starfsfólk á meðan skrifstofan er lokuð yfir Hinsegin daga - Reykjavík Pride. Áætlað er að skrifstofan loki föstudaginn 3. ágúst og opni aftur mánudaginn 13. ágúst.