Í mars 2016 skiluðu Samtökin ’78, í samvinnu við Trans Ísland og Intersex Ísland, af sér skuggaskýrslu til reglubundinnar heildarendurskoðunar Sameinuðu þjóðanna (e. Universal Periodic Review, UPR). Sú skýrsla var tekin til formlegrar umfjöllunar dagana 31. október til 9. nóvember 2016 á 26. fundi starfshóps SÞ um reglubundna heildarendurskoðun. Leiddi það til fyrstu ráðlegginga til Íslands frá Sameinuðu þjóðunum um hinsegin málefni, sem íslenska sendinefndin samþykkti.

|

Meira ...

Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 18. mars 2017 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 6. febrúar 2017. Framboðsfrestur rann út þann 4. mars.

|

Meira ...

Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 18. mars 2017 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 6. febrúar 2017. Framboðsfrestur rann út þann 4. mars.

|

Meira ...

Til hamingju með daginn konur!

Í ljósi nýlegrar umræðu um lesbíur í kvennahreyfingunni á níunda áratugnum bjóða Elísabet Þorgeirsdóttir og Lana Kolbrún Eddudóttir til umræðukvölds þar sem farið verður vítt og breitt um sögu fyrstu kynslóðar lesbía á Íslandi.

Lana er fyrsti kvenformaður Samtakanna ´78, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og nú nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Elísabet er ein af stofnendum Íslensk-lesbíska og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78. Fyrrverandi ritstjóri Veru og nú félagsráðgjafi í miðborginni.

Komið og eigið notalega sögustund. Við hvetjum konur sem muna eftir þessum fyrstu árum sérstaklega til að mæta og deila minningum sínum með okkur.

Veitingasalan verður opin og það er gott aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

|

Kæra félagsfólk!

Aðalfundur Samtakanna ‘78 árið 2017 verður haldinn laugardaginn 18. mars kl. 13:00 – 15:30 að Suðurgötu 3. 

|

Meira ...

Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:30-19:00 í húsnæði Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3. Efni fundarins er tvíþætt:

1. Tillögur lagabreytinganefndar verða kynntar.
Lagabreytinganefnd hefur starfað síðan á haustmánuðum og er með tillögur að lagabreytingum sem verða lagðar fyrir aðalfund 18. mars.


2. Erindi frá Íslenskri erfðagreiningu.
Samtökunum hefur borist beiðni frá Íslenskri erfðagreiningu um samstarf við rannsókn á erfðafræðilegum grundvelli kynhneigðar. Á félagsfundinum munu fara fram umræður um erindið. Kosningar um erindið munu fara fram á aðalfundi.


Fundurinn er opinn öllum gildum meðlimum Samtakanna ‘78. Hægt verður að ganga frá skráningu og greiðslu í félagið á staðnum. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Aðrar aðgengisþarfir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

|

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir hefur tekið sæti í stjórn Samtakanna '78 að tilnefningu trúnaðarráðs.

|

Meira ...

Nú styttist í þjóðfund hinsegin fólks þar sem fólki gefst færi á að móta stefnu Samtakanna '78 til framtíðar! Öll áhugasöm eru hvött til að mæta í Ráðhúsið laugardaginn 11. febrúar milli 13 og 17 og koma hugmyndum sínum á framfæri. Hægt er að setjast á 10 mismunandi borð eftir málaflokkum. Þrátt fyrir það byrjar fundurinn á því að allir þátttakendur byrja á að skrifa niður hugmyndir fyrir alla málaflokkana og þær tillögur eru svo sendar á  viðeigandi borð til úrvinnslu. Undir hverjum málaflokki eru dæmi um umræðuefni en ekki tæmandi listi.

|

Meira ...

 „Þegar síðasti þjóðfundur var haldinn vorum við í 10. sæti og rétt á eftir Danmörku þegar kemur að réttindum hinsegin fólks samkvæmt Regnbogakorti ILGA-Europe. Nú höfum við dregist langt aftur úr hinum Norðurlöndunum og erum á svipuðum stað og Grikkland í 14. sæti," segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna '78.

|

Meira ...

Samtökin ’78, félag hinsegin fólks á Íslandi og Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, skora á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingu sína um að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks og hælisleitenda, sem búa við fjölþætta mismunun vegna kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna.
|

Meira ...

Unnsteinn Jóhannsson, sem gegnt hefur embætti varaformanns Samtakanna '78 síðan á aðalfundi 11. september síðastliðinn, hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í félaginu. Unnsteinn hefur verið ráðinn til starfa sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Stjórn og starfsfólk Samtakanna '78 þakka Unnsteini hjartanlega fyrir ómetanlegt framlag sitt til félagsins í sjálfboða- og trúnaðarstörfum undanfarin ár og óska honum alls velfarnaðar í nýju starfi.

|

Aðalfundur Samtakanna '78 árið 2017 verður haldinn laugardaginn 18. mars næstkomandi í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3. 

|

Meira ...

Hvað á hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og feitt fólk sameiginlegt? Hvernig geta þessir hópar unnið saman og lært hvor af öðrum?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á ráðstefnunni Truflandi tilvist þann 3. og 4. mars næstkomandi.

Aðalfyrirlesari er Lydia XZ Brown, Autistic Hoya. Hán er bandarískur aktívisti og laganemi af asískum uppruna, einhverft, fatlað, eikynhneigt og kynsegin. Hán hefur verið virkt í mannréttindabaráttu vestanhafs um árabil og hvetjum við sem flest áhugafólk um mannréttindi til að láta fyrirlestur háns ekki fram hjá sér fara. Þrátt fyrir ungan aldur er Lydia eftirsóttur fyrirlesari og þekkt fyrir afdráttarlausa og ferska sýn á mannréttindabaráttu jaðarsettra hópa.

Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna.

 

|

Meira ...

Það er gleðiefni að segja frá því að Samtökin ’78 hafa gerst aðilar að Öldrunarráði Íslands. Öldrunarráðið eru regnhlífarsamtök þeirra sem starfa að hagsmunum aldraðra hér á landi. Með þessu skrefi vilja Samtökin ’78 auka möguleika sína til að vinna á faglegan hátt að málefnum eldra hinsegin fólks í samvinnu við önnur félög. Mikil þörf er á að vinna að bættum hag eldra hinsegin fólks sem margt hvert er félagslega einangrað. Þá er það einnig þekkt að eftir því sem þjónustuþörf vegna heilsfars eykst með hækkandi aldri er aukin hætta á að fólk feli kynhneigð sína af ótta við neikvæð viðbrögð. Samtökin ’78 hlakka til að takast á við þetta verkefni. 

|
Síða 1 af 85