Í Tsjetsjeníu er verið að hneppa homma og tvíkynhneigða karla í fangabúðir, svelta þá, berja og pynta, þvinga upp úr þeim upplýsingar um meðbræður sína og hvetja fjölskyldur þeirra til að drepa þá. Að minnsta kosti þrír menn hafa látið lífið: einn af áverkunum sem hann hlaut í haldi og tveir fyrir hendi fjölskyldna sinna. Aðrir hafa óskað eftir hjálp við að komast undan en síðan horfið sporlaust. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki í öruggt skjól en ástandið fer versnandi.

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

25. maí síðastliðinn fór fram hádegisfundur um hinsegin fordóma en fyrirlesari var María Helga Guðmundsdóttir landsliðskona í karate og jafningjafræðari hjá Samtökunum 78. Hádegisfundurinn var samvinnuverkefni KSÍ, ÍSÍ og Samtakanna 78.

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

Hugrakkasti riddarinn er teiknimynd sem segir frá Cedrik riddara sem elst upp á fremur dauflegu graskersræktarbúi en lendir síðar í ýmsum ævintýrum. Sagan er að sjálfsögðu með fallegu hinsegin ívafi og er tilvalin til að vekja upp umræður við börn um hvað það er að vera hinsegin. 

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

Stjórn, trúnaðarráð og starfsfólk Samtakanna ´78 eru í skýjunum með SAMTAKAMÁTTINN - þjóðfund hinsegin fólks sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 1. júní 2013. Í honum tóku þátt um 120 manns á aldrinum 15 til 87 ára. Fundurinn var haldinn í tilefni 35 ára afmælis S78 og lagt upp með að á þessum tímamótum sé nauðsynlegt að staldra við, skoða stefnumálin og forgangsraða. Margir sigrar hafa náðst í 35 ára starfi og fjöldi fólks lagt blóð, svita og tár í baráttuna þau ár sem Samtökin hafa verið til. Það voru fundargestir rækilega minntir á þegar Lana Kolbrún Eddudóttir og Þorvaldur Kristinsson, fyrrum formenn Samtakanna, stigu á svið og sögðu örsögur frá fyrri árum. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ávörpuðu fundinn af einlægum áhuga á málefnum hinsegin fólks. Reynslumiklir félagsmenn, þau Ragnhildur Sverrisdóttir og Felix Bergsson, stýrðu fundinum af stakri snilld. Fjöldi fólks lagði á sig mikla sjálfboðavinnu til að fundurinn gengi jafn vel og skipulega fyrir sig og raunin varð og þetta fólk á miklar þakkir skildar. Um kvöldið var fagnað á Hinsegin hátíð á borginni. Mannréttindaborgin Reykjavíkurborg á svo sannarlega þakkir skildar fyrir frábært samstarf við Samtökin ´78 kringum fundinn.

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

Sá árangur sem hefur náðst í mannréttindabaráttu homma og lesbía á undanförnum 30 árum er mörgum að þakka. Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 er viðleitni félagsins til að þakka fyrir framlag í þágu jafnréttis og mannréttinda. Það eru fjölmargir sem eiga skilið að hljóta slíka viðurkenningu og má þar nefna Fríkirkjuna í Reykjavík sem hefur með afgerandi hætti beitt sér fyrir jöfnum réttindum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra eins og Hjörtur Magni bendir á í bréfi sínu. 

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

Félagsráðgjöf Samtakanna ’78 hefur verið starfrækt í nokkur ár en hjá  félaginu starfa tveir félagsráðgjafar, þær Anni Haugen og Guðbjörg Ottósdóttir. Ráðgjöfin en mikilvæg þjónusta við þá sem eru að „koma út“ sem samkynhneigðir einstaklingar en ekki síður  fyrir foreldra og aðstandendur sem leita svara við þeim ótal spurningum sem vakna þegar einhver nákominn kemur út úr skápnum.  Félagsráðgjafarnir hafa mikla reynslu af því að ræða við samkynhneigða en boðið er upp á 1-3 viðtöl. Ef þörf er talin á fleiri viðtölum eða meðferð er bent á aðra sérfræðinga utan félagsins.  

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

Kvöld eitt fyrir um 25 árum stóð ég í biðröð til að komast inn í Óðal, sem þá var einn af helstu skemmtistöðum borgarinnar. Með mér í för var kærastinn minn, síðar eiginmaður. Næstir á eftir okkur í röðinni voru þáverandi formaður Samtakanna ’78 og sambýlismaður hans. Eftir um hálftíma tíðindalausa bið var röðin komin að okkur að vera hleypt inn. Ég og kærastinn gengum inn, en síðan hrintu dyraverðirnir sambýlismanni formannsins frá, kipptu formanninum inn fyrir, fleygðu honum á grúfu í gólfið, settust ofan á hann og lömdu hann og létu svívirðingarnar dynja á honum – sögðust ekki vilja sjá hans líka inni á staðnum, og honum væri fyrir bestu að hætta að reyna að sækja staðinn.

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

Hinn 4. nóvember sl. var haldin málstofa með stjórn og trúnaðarráði Samtakanna ’78. Að þessu sinni voru fræðslu- og jafnréttismál í brennidepli og hlýddu fundargestir á fjölmörg áhugaverð erindi.

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, er víst ævareiður út í Rannveigu Guðmundsdóttur. Hann segir hana hafa móðgað færeysku þjóðina á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Ég þurfti nú að láta segja mér það tvisvar að íslenskur þingmaður - og það Rannveig Guðmundsdóttir - hefði tekið upp á þeirri ósvinnu að móðga vini okkar Færeyinga. En svo kom skýringin: Rannveig hóf máls á réttindum samkynhneigðra í Færeyjum, eða öllu heldur réttindaskorti. Auðvitað var hún ekki að móðga færeysku þjóðina með þessum athugasemdum. Vinur er sá er til vamms segir.

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...

1.  Stjórn starfsmenn, fjármál, samvinna við önnur félög, félagslög

2. Upplýsing og fræðsla, fjölmiðlun og félagslegur stuðningur

3. Almenn félagsstarf

4. Mannréttindamál

5. Að lokum

| Efnisflokkur: Greinar |

Meira ...