Það má með sanni segja að aðalfundur Samtakanna '78 hafi vakið nokkra athygli. Kannski engin furða. Það voru nefnilega tvö stór mál sem stóðu upp úr frá fundinum. Annars vegar það að félagar samtakanna skyldu sýna þá víðsýni, framsýni og hugrekki að stækka enn hinsegin regnhlífina og bjóða fleiri hópum formlega í hópinn. Hins vegar að velta Samtakanna '78 og opinber framlög til þeirra séu jafn hlægilega lítil og raun ber vitni.

Meira ...

Formenn Samtakanna '78, Trans Ísland og Intersex Ísland, skunduðu í morgun á fund allsherjar- og menntamálanefndar en nefndin bauð í heimsókn eftir að þessi samtök ásamt fleirum sendu inn umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um mannanöfn. Formenn ræddu málið vítt og breitt við nefndarfólk en samtökin hafa lýst yfir stuðningi sínum við frumvarpið og þá sérstaklega hugmyndir um að afnema ákvæði um sérstök karlmanns og kvenmannsnöfn. Nefndarfólk spurði ýmissa spurning og almennt var andinn góður í fundinum.

Meira ...

„Trans“ er stytting á hugtakinu „transgender“ sem er regnhlífarhugtak og notað um mikinn fjölda fólks. Þetta fólk á það sameiginlegt að ögra viðteknum hugmyndum um kyn eða upplifa sig á einhvern hátt á skjön við það kyn sem því var úthlutað við fæðingu. Hér getur verið um að ræða einstaklinga sem undirgangast einhverskonar kynleiðréttingu (e. transsexual), einstaklinga sem klæðast fötum af öðru kyni (e. crossdressers), einstaklinga sem upplifa sig ekki eingöngu sem karl eða konu; sem karl og konu, sem fljótandi á milli kynja - eða algjörlega utan þeirra (e. genderqueer & non-binary). Listinn er engan veginn tæmandi og til eru ótal fleiri og ítarlegri skilgreiningar á kynvitund einstaklinga sem rúmast undir „transgender“ regnhlífinni. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar talað er um trans fólk.

Meira ...

„Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyni; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns.

Meira ...

Á opnunarhátíð Hinsegin daga síðastliðinn fimmtudag afhentu Samtökin ´78 mannréttindaviðurkenningu sína. Sú viðurkenning er afhent þeim sem lagt hafa þungt lóð á vogarskálarnar til að  auka mannréttindi, sýnileika, skilning, fræðslu og mannvirðingu hinsegin fólks í íslensku samfélagi.

Líkt og undanfarin ár voru viðurkenningarnar afhentar í þremur flokkum; „Einstaklingur innan félags“, „Einstaklingur utan félags“ og þriðji flokkurinn sem er „Félagasamtök, fyrirtæki eða stofnun“. Fyrir ári síðan voru teknar upp nýjar vinnureglur er varða val á viðtakendum viðurkenninganna. Framvæmd valsins er sem hér segir:

Meira ...

Nýlega skrifaði Barack Obama undir nýja löggjöf gegn hatursglæpum sem kennd er við Matthew Shepard og James Byrd (Matthew Shepard & James Byrd Jr. Hate Crimes Prevention Act). Hin nýja löggjöf er stórt skref í baráttunni gegn hatursglæpum og kemur í stað eldri löggjafar sem ekki náði yfir glæpi þar sem ráðist var á einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra eða kynímyndar (gender identity).

Meira ...

Góðu áheyrendur. Ég er transkona en ég er engu að síður kona, rétt eins og t.d. svartar konur eru konur. 

Ég skil orðið kynvitund þannig að það á við djúpstæða innri tilfinningu sérhverrar manneskju og einstaklingsbundna upplifun hennar á kyni, sem getur samsvarað eða verið andstæð því kyni sem hún var talin hafa við fæðingu. Eitt af vandamálum transfólks á Íslandi, hefur verið að við höfum ekki átt íslensk orð yfir þessi hugtök sem eru vel þekkt í öðrum tungumálum.

Vandamál transfólks eru nátengd vandamálum samfélagsins og vandamál samfélagsins eru vandamál transfólks. Kynjamisrétti er vandamál transfólks því transfólki er mismunað eftir kyni. Kynþáttahatur er vandamál transfólks, því transfólki er mismunað eftir lit og lögun húðarinnar.  Steinn Steinarr lýsir þessu svo vel í síðustu tveimur línum ljóðsins Heimurinn Og Ég: því ólán mitt er brot af heimsins harmi og heimsins ólán býr í þjáning minni.

Meira ...

Samtökin ’78 hafa á undanförnum 30 árum unnið ötullega að því að rjúfa þögnina og skapa hinsegin fólki vettvang þar sem virðing er borin fyrir margbreytileikanum. Virðing fyrir því að hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transgender fólk fái að vera til á sínum eigin forsendum en ekki á forsendum annarra.

Það að fólki sé sýnd virðing án þess að spurt sé um stétt, stöðu, trú eða kynhneigð á að vera einn af hornsteinum samfélagsins sem við búum í. Virðing fyrir fjölbreytileikanum og fyrir því að við þurfum ekki öll að vera eins.

Meira ...

Samtökin ´78 fagna viljayfirlýsingu Þjóðkirkjunnar þess efnis að prestum hennar verði heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra fáist til þess heimild í lögum. Frá því að lögin um staðfesta samvist tóku gildi árið 1996 hefur Þjóðkirkjan beðist undan aðkomu sinni að löggerningnum staðfestri samvist og er ákvörðun kirkjunnar því ánægjulegt skref í átt að réttarþróun undanfarinna ára og almennum viðhorfum í samfélaginu.

Meira ...

Hlutverk talsmanns neytenda er þríþætt - áhrif til úrbóta, varðstaða um hagsmuni og réttindi neytenda og kynning á réttarreglum sem varða neytendur sérstaklega. Í tilefni Hinsegin daga vil ég kynna stuttlega réttarreglur sem tengjast mismunun vegna kynhneigðar eða annarra ómálefnalegra ástæðna.

Meira ...

Inngangur

„Þeir menn sem geta börn í frillulífi gjaldi átján álnir hvort um sig að fyrstu barneign. En sex aura að annarri barneign. Að þriðja barni tólf aura hvort um sig. Að fjórðu barneign þrjár merkur hvort u m sig og fariaf fjórðunginum. Kunni þau í fimmta sinn brotleg að verða sín á millumað fimmta barni missi húðina eður eigist. Skal presturinn til skyldur uppá síns embættis vegna og svo sýslumaðurinn uppá síns valds vegna,slíka menn harðlega að áminna, að þau af láti þvílíkum óheyrilegumlifnaði og lifi með öngu móti í slíkum opinberlegum hneykslunum.“ (Úr Stóradómi 1564.)

Meira ...

Mikið hefur verið skrifað í Morgunblaðið undanfarnar vikur um frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem ætlað er að tryggja jafnan rétt samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Frá því að mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í nóvember síðastliðnum hefur á fimmta tug greina um efni þess birzt hér í blaðinu, þar af fjórar í dag, laugardag. Meiriparturinn er frá gagnrýnendum eða andstæðingum frumvarpsins en allmargar greinar líka frá stuðningsmönnum þess.

Meira ...

Undanfarið hafa staðið yfir miklar umræður um hjónabandið og áhugaverðar í sjálfu sér. Þær virðast tilkomnar vegna frumvarps um miklar og flóknar breytingar á lögum um „réttarstöðu samkynhneigðra“, eins og það er kallað. Virðist sá misskilningur uppi að þar séu á ferð róttækar breytingar af einhverju tagi en svo er ekki heldur er verið að stoppa upp í göt á lagabálki um „Staðfesta samvist“ sem tók gildi árið 1996 og þótti á sínum tíma mikil réttarbót.

Meira ...

Þú kýst að setja þetta mál fram sem svo að tillaga Guðrúnar þvingi þjóðkirkjuna til löggiltrar vígslu á samböndum samkynhneigðra en svo er alls ekki. Þjóðkirkjunni er algerlega í sjálfsvald sett hvort og hvenær hún stígur það skref, en aðrir söfnuðir eða trúfélög, sem nú þegar hafa lýst vilja sínum til að gefa saman samkynhneigð pör og staðfesta samvist þeirra með athöfn að lögum, hafa þá þann sjálfsagða og lýðræðislega rétt.

Meira ...

Einhvern tímann var sagt að góðir hlutir gerðust hægt. Það eru kannski orð að sönnu og þó? Nú á dögunum mælti forsætisráðherra fyrir frumvarpi um réttindi samkynhneigðra. Með frumvarpi þessu er afnumið aldagamalt misrétti sem hommar og lesbíur hafa mátt búa við. En nú er mál að linni, allir skulu vera jafnir fyrir lögum, óháð trúarbrögðum, kynhneigð litarhætti o.s.frv.

Meira ...

Í ágúst sl. skilaði nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks skýrslu með niðurstöðum nefndarstarfsins. Niðurstöður þessar eru athyglisverðar og þokar nokkuð í átt jafnréttis en gætir þó enn fordóma og vantrausts í garð samkynhneigðra.

Einhverra hluta vegna virðist helmingur nefndarmanna ekki hafa lagt sama skilning á hlutverk sitt ef marka má afstöðu þeirra til annars af tveimur helstu umfjöllunarefnum nefndarinnar, sem voru annars vegar réttarstaða samkynhneigðra í sambúð og hins vegar réttur samkynhneigðra til að eignast og ala upp börn. Í skipunarbréfi nefndarinnar kemur skýrt fram að mínu viti að nefndin skuli gera tillögur um úrbætur og benda á nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í samfélaginu.

Meira ...

LÁVARÐADEILD brezka þingsins samþykkti sl. þriðjudag ný lög um ættleiðingar, sem meðal annars heimila samkynhneigðum pörum, svo og gagnkynhneigðum pörum í óvígðri sambúð, að sækja um heimild til að ættleiða börn. Lögin tóku gildi í gær, föstudag. Lávarðadeildin hafði áður hafnað þessu ákvæði frumvarpsins.

Neðri deild þingsins samþykkti það þá öðru sinni með yfirgnæfandi meirihluta. Mannréttindanefnd þingsins komst aukinheldur að þeirri niðurstöðu að bann við því að samkynhneigð eða ógift pör ættleiddu börn í sameiningu væri brot á grundvallarmannréttindum og færi í bága bæði við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópu, sem Bretland ætti aðild að. Þegar þetta lá fyrir, breytti lávarðadeildin afstöðu sinni.

Meira ...

Stuttur annáll um réttarbætur til handa hinsegin fólki eftir Þorvald Kristinsson.

1869
Fyrstu heildstæðu hegningarlög tóku gildi á Íslandi að fyrirmynd danskra laga. Þar var m.a. lögð refsing við mökum tveggja einstaklinga af sama kyni án tillits til samþykkis þeirra og aldurs. Lagagreinin, §178, tók jafnt til kynmaka tveggja einstaklinga af sama kyni og maka við dýr og hljóðaði svo: „Samræði gegn náttúrulegu eðli varðar betrunarhúsvinnu." Með þessum lögum voru dönsk hegningarlög sem gilt höfðu á Íslandi 1838–1869 afnumin, en þau höfðu á sínum tíma leyst ákvæði Stóradóms (1565–1838) um refsingar fyrir siðferðisbrot af hólmi. Hegningarlögin 1869 voru nánast bein þýðing á dönskum hegningarlögum frá sama tíma. Engar umræður urðu á Alþingi um hin nýju hegningarlög Íslendinga.

Meira ...

Föstudagurinn 27. júní 1969 virtist ætla að verða eins og aðrir föstudagar hásumarsins í New York. Það var heitt og rakt og hommarnir flykktust þúsundum saman úr borginni til þess að sleikja sólina yfir helgina úti í Cherry Grove og The Hamptons. Það er að segja hinir efnuðu og makráðu. Þeir snauðari sátu heima og bjuggu sig undir ævintýri næturinnar.

Meira ...