Samtökin 78

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Forsíða Um Samtökin '78 Starfshópar og félög

Starfshópar og félög

Prentvæn útgáfa

 

Á vettvangi Samtakanna ´78 sameinast fólk um hugðarefni sín og áhugamál í margs konar hópum. Sumir hóparnir eru formlega hluti af Samtökunum ’78, svo sem Norðurlandshópurinn og ungliðahópurinn, en auk þeirra eru starfandi ýmsir hópar og félög sem ekki eiga bein tengsl við Samtökin ´78 en nýta sér gjarnan þá aðstöðu sem samtökin bjóða upp á í samvinnu við stjórn og framkvæmdastjóra. Samtökin ’78 leitast þannig við að eiga gott og náið samstarf við önnur félög hinsegin fólks og styðja þau til góðra verka. Hafðu samband í síma 552 7878 eða sendu póst á skrifstofa@samtokin78.is ef þú vilt vita meira.

Starfshópar á vettvangi Samtakanna '78

Alþjóðamál

Alþjóðanefnd hefur starfað um tíma og ræðir saman á Facebook. Hún er umræðuvettvangur og getur reynst stjórn félagsins dýrmæt ráðgjöf og stuðningur varðandi alþjóðamálin. Áhugasamir sendi póst á skrifstofa@samtokin78.is.

Fræðsla og rannsóknir

Fræðslunefnd er vettvangur áhugafólks um fræðslustarf Samtakanna '78 og rannsókna á málefnum hinsegin fólks og er stjórn félagsins til ráðgjafar um mótun þessara þátta. Hafirðu áhuga á að taka þátt í að móta og framkvæma fræðslustarf og rannsóknir er um að gera að senda okkur póst á skrifstofa@samtokin78.is

Jafnréttis- og umhverfisstefna

Hópur um jafnréttis- og umhverfisstefnu hefur starfað síðan síðla hausts 2014 og vinnur að setningu jafnréttis- og umhverfisstefnu fyrir félagið í takti við ályktun aðalfundar 2013 um umhverfiisstefnu. Hópurinn vinnur með umhverfi og jafnrétti í víðu samhengi, skoðar ólíkar mismunarbreytur, einelti og vinnur með aðgerðaráætlun í umhverfismálum, hin svokölluðu Grænu skref. Upplýsingar um starfsemi og aðild gefur Auður Magndís Auðardóttir meðstjórnandi í stjórn Samtakanna '78 í netfanginu audurm@gmail.com  

Norðurlandshópur ungliða

Á Akureyri starfar ungliðahópur hinsegin ungmenna og hittast þau alla fimmtudaga klukkan 20 í Rósenberg, félagsmiðstöð framhaldsskólanema á Akureyri.

Sálfræði- og félagsráðgjöf

Starfandi er lokaður hópur ráðgjafa en hann er vettvangur fagfólks sem menntað er í sálfræði, félagsráðgjöf, leiklistar- og fjölskyldumeðferðar. Ráðgjafarnir sinna sálfræði- og félagsráðgjöf og stuðningi við hinsegin fólk á vettvangi Samtakanna '78. Hafirðu áhuga á að bjóða fram þína fagþekkingu og reynslu við mótun starfsins og ráðgjöfina sjálfa er um að gera að senda okkur póst á skrifstofa@samtokin78.is

Ungliðar 

Innan Samtakanna '78 er starfandi ungliðahópur og er hann ætlaður hinsegin ungmennum á aldrinum 14–20 ára. Ungliðarnir hittast hvert sunnudagskvöld klukkan 20.00 í húsnæði Samtakanna ´78. Hópurinn er á Facebook.

Ætlleiðingar hinsegin fólks

Hópur áhugafólks um hinsegin ættleiðingar er starfshópur sem vinnur að ættleiðingum hinsegin fólks og málefnum þeim tengdum. Upplýsingar um starfsemi og aðild að hópnum eru veittar í netfanginu skrifstofa@samtokin78.is.

Sjálfstætt starfandi hinsegin félög

Bears on Ice er vinahópur sem skipuleggur Bears on Ice hátíðina sem er haldin í september ár hvert. Hátíðin er vinalegur viðburður fyrir birni og vini þar sem mönnum gefst kostur á að sjá svolítið af Íslandi og skemmta sér með sínum líkum frá öllum heimshornum. Einnig er um smærri viðburði að ræða á öðrum tímum árs. Birnirnir halda úti vefsvæðinu www.bearsonice.org og eru líka á Facebook.

FAS - Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra hafa það að markmiði sínu að auðvelda foreldrum og öðrum aðstandendum homma og lesbía að hitta aðra í sömu stöðu, nálgast upplýsingar um fræðslu og stuðning og efla sýnileika aðstandenda í samfélaginu. www.samtokinfas.is

FAS-N - Norðurlandsdeild Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, heldur fundi annan fimmtudag hvers mánaðar klukkan 20.00 í Oddeyrarskóla, gengið inn að norðanverðu. Fulltrúar úr stjórn FAS-N eru til viðtals á sama stað hálftíma fyrir fund.

HIN - Hinsegin Norðurland, samtök hinsegin fólks á Norðurlandi. Hópurinn hefur aðsetur á Akureyri og heldur úti síðu á Facebook.

HLDI - Samtök heyrnarlausra lesbía og homma. HLDI eru sjálfstæður félagsskapur með það að markmiði að standa vörð um réttindi og baráttumál samkynhneigðra heyrnarlausra og skapa góðan vettvang fyrir félagslíf.

Intersex Ísland er eitt af yngstu félögunum í hinsegin flórunni - stofnað þann 27. júní 2014. Félagið hefur verið mjög öflugt og sýnilegt frá stofnun og starfar náið með Samtökunum '78 að réttindum og lífsgæðum intersex fólks. Félagið heldur úti heimasíðunni http://intersex.samtokin78.is/ og er einnig á Facebook.

Íþróttafélagið Styrmir hefur verið starfandi síðan í september 2006 og heldur úti öflugu og skemmtilegu hinsegin íþrótta- og tómstundastarfi. Formaður félagsins er Jón Þór Þorleifsson og hægt er að ná í hann í síma 896 1988 en félagið er einnig á Facebook.

Hinsegin dagar eru sjálfstætt félag sem sér m.a. um að undirbúa hinsegin hátíðahöld sem haldin eru aðra helgi í ágúst á hverju ári með glæsilegri gleðigöngu og útihátíð. Félagið heldur úti vefsíðunni http://www.reykjavikpride.com/ og er einnig á Facebook.

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað síðan. Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks að hittast og njóta söngs; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks. Formaður kórsins er Gunnlaugur Bragi Björnsson og hægt er að hafa samband í netfangið formadur@hinseginkorinn.is. Vefsíða kórsins er http://www.hinseginkorinn.is/ og kórinn má einnig finna á Facebook.

Q - Félag hinsegin stúdenta er hagsmuna- og skemmtifélag stúdenta við Háskóla Íslands og aðra skóla á háskólastigi. Hópurinn er opinn fólki á aldrinum 18-35 ára óháð menntunarstigi. Vikuleg Q kvöld eru haldin í húsnæði Samtakanna '78 á föstudagskvöldum kl. 20.00. Vefsíða félagsins er www.queer.is en félagið má einnig finna á Facebook.

MSC Ísland var stofnað árið 1985 og er einkaklúbbur karlmanna sem eru fyrir leður, gúmmí, einkennis- og gallaföt og leggja mikið upp úr góðum félagskap. www.msc.is.

Trans-Ísland er félag transgender fólks á Íslandi. Félagið berst fyrir réttindum og lífsgæðum trans fólks, stuðlar að umræðu og sýnileika og veitir trans fólki félagslegan vettvang og stuðning. Félagið heldur fundi fyrsta miðvikudag hvers mánaðar  í húsnæði Samtakanna '78 kl. 20.00. Vefsíða félagsins er http://trans.samtokin78.is/ og hægt er að hafa samband í netfangið transiceland@gmail.com. Félagið er einnig á Facebook

 

Sérkjör til félaga

Dressmann

10% staðgreiðsluafsláttur

Vissir þú?

Fengum tvo áhugaverða pósta sem okkur langar til að deila með ykkur:

Hæ hæ ,

Mig langaði að benda ykkur á að Leikhópurinn Lotta er að sýna sýningu sem heitir Hrói Höttur og er blanda af Þyrnirós og Hróa Hetti. Í sýningunni er dásamleg og falleg fyrirmynd af hinsegin einstaklingum (í ævintýrinu sjálfu) og mér finnst sem samkynhneigðu foreldri algjörlega nauðsynlegt að við fáum fólk til að sjá sýninguna.

Ég er búin að fá sérstakt tilboð fyrir hinsegin fólk sem er 1000 kr miðinn í staðinn fyrir 1900 og við ætlum að fjölmenna þann 30.júlí.

Miðar eru pantaðir í gegnum mig (kollaskafta@gmail.com) og afhentir á staðnum.

Kv,
Kolla

 

Eins barst okkur ábending frá Bíó Paradís um EYE ON FILMS prógrammið þeirra sem rúllar í sýningu frá 11. júlí til 31. ágúst, en meðal þeirra mynda sem sýndar eru er myndin "Before You Know It", bandarísk heimildamynd um hinsegin eldri borgara. Mælum með því að allir kíki á stikluna sem finna má hér


telefon dinleme sistemi telefon dinleme yazılımı telefon dinleme programı telefon dinleme cihazı